Ljósmóðirin Helga Reynisdóttir heldur úti Instagram-reikningi þar sem hún fræðir fólk um ýmislegt sem við kemur barneignum og uppeldi. Á dögunum birti hún færslu sem vakti athygli með yfirskriftinni: „Virðið mörk nýbakaðra foreldra.“
Ljósmóðirin Helga Reynisdóttir heldur úti Instagram-reikningi þar sem hún fræðir fólk um ýmislegt sem við kemur barneignum og uppeldi. Á dögunum birti hún færslu sem vakti athygli með yfirskriftinni: „Virðið mörk nýbakaðra foreldra.“
Ljósmóðirin Helga Reynisdóttir heldur úti Instagram-reikningi þar sem hún fræðir fólk um ýmislegt sem við kemur barneignum og uppeldi. Á dögunum birti hún færslu sem vakti athygli með yfirskriftinni: „Virðið mörk nýbakaðra foreldra.“
„Fyrstu dagana eftir fæðingu er með mest krefjandi tímabilum sem við förum í gegnum á lífsleiðinni. Mæður eru aumar og eftir sig eftir fæðinguna, sumar missa blóð eftir fæðingu, sumar eru að díla við slæma gyllinæð, einhverjar rifnuðu mikið, einhverjar fóru í keisara og svona má lengi telja.
Fyrstu dagana er maður líka með nýfætt barn, nýjan einstakling sem að maður er að byrja að kynnast. Foreldrar eru að máta sig við nýja hlutverkið ásamt því að reyna að sinna grunnþörfum sínum.
Brjóstagjöfin er sérstakalega viðkvæm á þessu stigi en nýfædd börn vilja dvelja í örmum foreldra sinna á milli þess sem þau eru á brjósti. Fyrstu sólahringana er barnið meira og minna á brjósti allan sólahringinn og þetta getur reynst örþreyttri nýbakaðri móður mjög krefjandi.
Á þessum tímapunkti fyndist mér að enginn ætti að koma í heimsókn nema hann sé boðinn. Þarna ætti maður (ef maður er boðinn) að koma og stoppa stutt við og ekki biðja um að fá að halda á barninu nema móðirin bjóði þér það, þetta á líka við um nánustu aðstendendur. Bjóðið heldur fram aðstoð ykkar og sýnið fólki skilning og veitið þeim andrými til þess að takast á við nýja lífið sem fjölskylda.
Ég fæ því miður allt of mikið af beiðnum um að gera svona póst þar sem konum finnst ekki hlustað á þær, finnst makinn ekki hlusta eða foreldrar/tengdaforeldrar. Sýnið einstaka nærgætni og gefið fólki tíma til að aðlagast, þú munt fá nóg tækifæri til að knúsa og passa, ég lofa,“ skrifaði hún í færslunni.