Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur, betur þekkt sem Beta Reynis, hefur sett útsýnisíbúð sína við Fellsmúla í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 127 fermetara íbúð en ásett verð eru tæpar 82 milljónir.
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur, betur þekkt sem Beta Reynis, hefur sett útsýnisíbúð sína við Fellsmúla í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 127 fermetara íbúð en ásett verð eru tæpar 82 milljónir.
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur, betur þekkt sem Beta Reynis, hefur sett útsýnisíbúð sína við Fellsmúla í Reykjavík á sölu. Um er að ræða rúmlega 127 fermetara íbúð en ásett verð eru tæpar 82 milljónir.
Beta er búin að taka íbúðina í gegn og skín persónulegur stíll Betu í gegn í íbúðinni. Eldhúsið er með nýlegri eldhúsinnréttingu og skemmtilegum lausnum. Í staðinn fyrir hefðbundna eldhúseyju nýtti Beta gamlan skáp fyrir eyju og setti sömu borðplötu á eyjuna og er á eldhúsinnréttingunni. Fyrir ofan eyjuna nýtur sín ljós frá Louis Poulsen.
Einnig hefur verið nostrað við önnur smáatriði eins og val á málningu. Loft í stofu og í eldhúsi eru máluð í bleikum tón sem er nokkuð óvanalegt. Allt þetta gefur íbúðinni mikinn karakter.