Gómsætt taco töfrað fram á augabragði

Uppskriftir | 15. febrúar 2024

Gómsætt taco töfrað fram á augabragði

Það er kominn fimmtudagur og þá er það eitthvað einfalt, hollt og gott. Kærkomið er að fá uppskriftir að máltíðum sem hægt er að setja saman á skömmum tíma og hér hafið þið sannarlega eina slíka. Hér er á ferðinni gómsætt taco með kjúklingi og gulum baunum sem tekur örstutta stund að töfra fram og uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars, köku- og matarbloggara hjá Gotterí og gersemar. Sjáið Berglindi útbúa taco með kjúklingi á augabragði, en þetta er svo einfalt.

Gómsætt taco töfrað fram á augabragði

Uppskriftir | 15. febrúar 2024

Berglind Hreiðars er snjallari en flestir að setja saman girnilega …
Berglind Hreiðars er snjallari en flestir að setja saman girnilega rétti á skömmum tíma og hér er hún með gómsæt taco með kjúklingi sem allir ráða við að búa til. Samsett mynd

Það er kominn fimmtudagur og þá er það eitthvað einfalt, hollt og gott. Kærkomið er að fá uppskriftir að máltíðum sem hægt er að setja saman á skömmum tíma og hér hafið þið sannarlega eina slíka. Hér er á ferðinni gómsætt taco með kjúklingi og gulum baunum sem tekur örstutta stund að töfra fram og uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars, köku- og matarbloggara hjá Gotterí og gersemar. Sjáið Berglindi útbúa taco með kjúklingi á augabragði, en þetta er svo einfalt.

Það er kominn fimmtudagur og þá er það eitthvað einfalt, hollt og gott. Kærkomið er að fá uppskriftir að máltíðum sem hægt er að setja saman á skömmum tíma og hér hafið þið sannarlega eina slíka. Hér er á ferðinni gómsætt taco með kjúklingi og gulum baunum sem tekur örstutta stund að töfra fram og uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars, köku- og matarbloggara hjá Gotterí og gersemar. Sjáið Berglindi útbúa taco með kjúklingi á augabragði, en þetta er svo einfalt.

Tacos með kjúklingi og gulum baunum

8-10 litlar tortillakökur

Kjúklingatacos

  • 1 pk. Ali Rodizio kjúklingalærakjöt
  • 8-10 litlar tortillakökur
  • 1 dós gular baunir (um 400 g)
  • 2 laukar
  • Romaine-salat eftir smekk
  • Ferskt kóríander eftir smekk
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Ólífuolía til steikingar
  • Kóríander- og límónusósa (sjá uppskrift að neðan)

Aðferð:

  1. Skerið laukinn og kjúklinginn niður.
  2. Steikið lauk upp úr ólífuolíu þar til hann fer að mýkjast, saltið og piprið eftir smekk.
  3. Bætið þá gulum baunum og niðurskornum Rodizio-kjúklingi á pönnuna og steikið þar til allt er orðið heitt í gegn.
  4. Hitið tortillakökur, skerið niður salat og raðið salati og kjúklingablöndu á kökurnar. Toppið með kóríandersósu og ferskum kóríander.

Kóríander- og límónusósa

  • 150 g grísk jógúrt
  • 100 g sýrður rjómi
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • 1 límóna (safi og börkur)
  • 1 búnt kóríander (saxað smátt)
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Pískið allt saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
mbl.is