Staðfest er að loðnuganga er á ferðinni suðaustur af landinu, en magnið sem fundist hefur gefur ekki tilefni til þess að loðnukvóti verði gefinn út að sinni.
Staðfest er að loðnuganga er á ferðinni suðaustur af landinu, en magnið sem fundist hefur gefur ekki tilefni til þess að loðnukvóti verði gefinn út að sinni.
Staðfest er að loðnuganga er á ferðinni suðaustur af landinu, en magnið sem fundist hefur gefur ekki tilefni til þess að loðnukvóti verði gefinn út að sinni.
Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í samtali við mbl.is.
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og uppsjávarskipið Polar Ammassak voru send í Rósagarðinn, fiskimið suðaustur af landinu í fyrrakvöld, þar sem loðnu hafði orðið vart að því er talið var. Sýni úr göngunni náðust og staðfest að um loðnu var að ræða.
„Það er ekki stór ganga þarna á ferðinni og er ekki að fara að breyta neinu,“ segir Guðmundur.
Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.