Árið 2024 stefnir í að verða afar spennandi innan förðunarheimsins. Við megum búast við aukinni litagleði í augnförðun, frísklegri og náttúrulegri húð, vörum sem gefa andlitinu fallegan ljóma og vel rjóðum kinnum.
Árið 2024 stefnir í að verða afar spennandi innan förðunarheimsins. Við megum búast við aukinni litagleði í augnförðun, frísklegri og náttúrulegri húð, vörum sem gefa andlitinu fallegan ljóma og vel rjóðum kinnum.
Árið 2024 stefnir í að verða afar spennandi innan förðunarheimsins. Við megum búast við aukinni litagleði í augnförðun, frísklegri og náttúrulegri húð, vörum sem gefa andlitinu fallegan ljóma og vel rjóðum kinnum.
Upp á síðkastið hafa óvænt förðunartrend einnig verið með skemmtilega endurkomu og munum við því sjá meira af einlita förðun í anda tíunda áratugarins og dökkri smokey-augnförðun.
Litagleðin er að koma sterk inn í förðunarheiminn og þá sérstaklega í augnförðun. Blái liturinn stefnir í að vera sá allra heitasti í ár, bæði í augnskuggum, augnblýöntum og möskurum.
Kinnalitaástin sem hefur verið allsráðandi að undanförnu virðist komin til að vera. Kremkinnalitir eru það allra heitasta um þessar mundir enda gefa þeir húðinni frísklegt lúkk. Það hefur líka verið vinsælt að nota kremkinnalitina sem augnskugga og jafnvel varagloss.
Náttúruleg, ljómandi og minimalísk húð verður áberandi í förðun árið 2024. Nú þegar hafa stjörnurnar í Hollywood sést í auknu mæli á rauða dreglinum með einfalda augnförðun þar sem áhersla er lögð á náttúrulega og frísklega húð.
Í ár verða varaglossar með miklum glans og jafnvel smá glimmeri í öllum snyrtibuddum, enda vara sem er einföld í notkun og getur gert mikið fyrir lúkkið.
Fyrirsætan Hailey Bieber kom svokallaðri Latte-förðun á förðunartrendlista um allan heim, en förðunin snýst um það að nota sama brúnlita tóninn yfir allt andlitið. Þessi tíska er í anda tíunda áratugarins sem hefur verið að teygja sig í auknu mæli yfir í förðunar- og tískuheiminn að undanförnu.
Dökk smokey-augnförðun hefur verið með óvænta endurkomu í janúar eftir miklar vinsældir á samfélagsmiðlinum TikTok. Þá hafa stök augnhár einnig notið aukinna vinsælda, en með þeim getur þú raðað saman þínum draumagerviaugnhárum.