Zendaya stelur senunni trekk í trekk

Förðunartrix | 16. febrúar 2024

Zendaya stelur senunni trekk í trekk

Á undanförnum vikum hefur kvikmyndin The Dune: Part Two verið kynnt víðsvegar um heiminn og hefur leikkonan Zendaya sýnt og sannað hve mikil tískudrottning hún er með hjálp stílistans Law Roach. 

Zendaya stelur senunni trekk í trekk

Förðunartrix | 16. febrúar 2024

Zendaya er sannkölluð tískudrottning!
Zendaya er sannkölluð tískudrottning! Samsett mynd

Á undanförnum vikum hefur kvikmyndin The Dune: Part Two verið kynnt víðsvegar um heiminn og hefur leikkonan Zendaya sýnt og sannað hve mikil tískudrottning hún er með hjálp stílistans Law Roach. 

Á undanförnum vikum hefur kvikmyndin The Dune: Part Two verið kynnt víðsvegar um heiminn og hefur leikkonan Zendaya sýnt og sannað hve mikil tískudrottning hún er með hjálp stílistans Law Roach. 

Zendaya hefur stolið senunni trekk í trekk á rauða dreglinum síðustu vikur, en hún toppaði sig þó í gær í Lundúnum þegar kvikmyndin var heimsfrumsýnd. Leikkonan hafði að mestu haldið sig við jarðliti í anda myndarinnar þar til hún mætti í trylltum vélmannabúningi út haust- og vetrarlínu Thierry Mugler frá árinu 1995. Hún skartaði glansandi demantshálsmeni við búninginn sem setur punktinn yfir i-ið og gefur heildarlúkkinu mikinn glamúr, en við búninginn var hún svo í silfruðum pinnahælum frá Mugler. 

Þegar kemur að förðuninni leyfði hún vélmannabúningnum að njóta sín til fulls, en hún skartaði léttri og ljómandi húð, glansandi vörum og eindaldri augnförðun. Hárið var svo sleikt aftur í snúð. 

Zendaya toppaði sig þegar hún mætti í trylltum vélmannabúningi frá …
Zendaya toppaði sig þegar hún mætti í trylltum vélmannabúningi frá Mugler. AFP
Förðunin var einföld og minimalísk.
Förðunin var einföld og minimalísk. AFP

Leikkonan lét sér ekki nægja að skarta einu lúkki á heimsfrumsýningunni, en þegar leið á kvöldið skipti hún yfir í svartan gólfsíðan Mugler kjól og „vintage“ Bulgari skartgripi. 

Zendayu tókst að stela senunni tvisvar sinnum sama kvöldið.
Zendayu tókst að stela senunni tvisvar sinnum sama kvöldið. AFP

Vakti eftirtekt í Louis Vuitton og Bottega Veneta

Þann 12. febrúar gekk Zendaya rauða dregilinn á frumsýningu kvikmyndarinnar í París, en þar klæddist hún gylltu setti frá Louis Vuitton sem vakti án efa eftirtekt. Förðunin var náttúruleg og tónaði vel við dressið, en áhersla var lögð á augnförðunina með gylltum glansandi augnskugga og gerviaugnhárum. 

Zendaya vakti einnig athygli þegar hún gekk rauða dregilinn í …
Zendaya vakti einnig athygli þegar hún gekk rauða dregilinn í París í trylltu dressi frá Louis Vuitton. AFP
US actress Zendaya poses for a photocall during the preview …
US actress Zendaya poses for a photocall during the preview screening event for the film "Dune: Part Two" at the Le Grand Rex Paris cinema in Paris on February 12, 2024. (Photo by GEOFFROY VAN DER HASSELT / AFP) AFP

Í byrjun febrúar kom leikkonan fram á frumsýningu í Mexíkó, en þar klæddist hún sérsniðnu Bottega Veneta dressi eftir Matthieu Blaey. Dressið var í mokka-lit og samanstóð af langerma toppi með rúllukraga og gólfsíðu uppháu pilsi með þykku mittisbandi úr strútsleðri. Til að fullkomna lúkkið var hún með demantsskartrgipi frá Bulgari og náttúrulega förðun. 

Zendaya skartaði trylltu lúkki á frumsýningunni í Mexíkó fyrr í …
Zendaya skartaði trylltu lúkki á frumsýningunni í Mexíkó fyrr í febrúar. AFP
mbl.is