Tekinn úr umferð hjá City Taxi eftir meinta nauðgun

Leigubílaþjónusta | 17. febrúar 2024

Tekinn úr umferð hjá City Taxi eftir meinta nauðgun

Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar hefur verið tekinn úr umferð hjá City Taxi. Maðurinn sem um ræðir er hælisleitandi.

Tekinn úr umferð hjá City Taxi eftir meinta nauðgun

Leigubílaþjónusta | 17. febrúar 2024

Sigtryggur harmar atvikið en kveðst hafa tekið manninn úr umferð …
Sigtryggur harmar atvikið en kveðst hafa tekið manninn úr umferð um leið og hann frétti þetta. mbl.is/Unnur Karen

Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar hefur verið tekinn úr umferð hjá City Taxi. Maðurinn sem um ræðir er hælisleitandi.

Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar hefur verið tekinn úr umferð hjá City Taxi. Maðurinn sem um ræðir er hælisleitandi.

Þetta segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, en maðurinn keyrði fyrir það fyrirtæki.

Sigtryggur harmar atvikið en kveðst hafa tekið manninn úr umferð um leið og hann frétti að maðurinn starfaði hjá sér. 

Vísir greindi fyrst frá. 

Fékk að vita hver maðurinn var fyrst hjá blaðamanni

Kveðst Sigtryggur hafa frétt að því að maðurinn væri starfandi hjá sér eftir að blaðamaður hjá Vísi hafði samband við sig.

Hann segir að vegna trúnaðar stjórnvalda við þann grunaða hafi hann ekki verið upplýstur um að maðurinn starfaði hjá sér. Segir hann að um leið og málið kom upp hafi hann reynt að útiloka eftir fremsta megni að útiloka það að maðurinn starfaði hjá sér.

„Mér finnst þetta rosalega dapurlegt. Til hvers erum við eftirlitsaðila eins og Samgöngustofu ef að hvorki lögregla né yfirvöld treysta Samgöngustofu ekki? Hvað með öll saklausu börnin sem setjast upp í leigubílana og þessir menn eru áfram í umferð því það var aldrei tilkynnt að þeir voru að gera einhverja hluti?,“ segir Sigtryggur.

Tveir menn voru hand­tekn­ir í upp­hafi mánaðar grunaðir um gróft kyn­ferðis­brot gegn konu en annar maðurinn er leigubílstjóri.

„Þessir aðilar koma hingað til landsins, ríkið borgar fyrir meiraprófið fyrir þá og borgar fyrir námskeiðin og allt svoleiðis. Þeir taka prófin, prófin eru á íslensku og þeir skilja ekki orð í íslensku,“ segir hann.

mbl.is