Laufey Brá og Jón Ingi óska eftir góðum grönnum

Heimili | 18. febrúar 2024

Laufey Brá og Jón Ingi óska eftir góðum grönnum

Laufey Brá Jónsdóttir, prestur og leikkona, og Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, búa í fallegu húsi í Hafnarfirði. Nú er íbúð í sömu götu á sölu. Um er að ræða 161 fm neðri sérhæð í tvíbýli. Húsið sjálft var reist 1930. 

Laufey Brá og Jón Ingi óska eftir góðum grönnum

Heimili | 18. febrúar 2024

Litagleði og fegurð einkenna stofuna.
Litagleði og fegurð einkenna stofuna.

Laufey Brá Jónsdóttir, prestur og leikkona, og Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, búa í fallegu húsi í Hafnarfirði. Nú er íbúð í sömu götu á sölu. Um er að ræða 161 fm neðri sérhæð í tvíbýli. Húsið sjálft var reist 1930. 

Laufey Brá Jónsdóttir, prestur og leikkona, og Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, búa í fallegu húsi í Hafnarfirði. Nú er íbúð í sömu götu á sölu. Um er að ræða 161 fm neðri sérhæð í tvíbýli. Húsið sjálft var reist 1930. 

Í eldhúsinu er nýleg hvít innrétting með fulningahurðum og viðarborðplötum. Til þess að búa til meiri stemningu í eldhúsinu settu þau grænar flísar á vegginn með hvítum fúgum. Léttar hillur prýða einn veginn og er búið að opna glugga inn í stofu til að hafa flæðið sem best. 

Falleg glerhurð skilur að tvö rými.
Falleg glerhurð skilur að tvö rými.
Grænu flísarnar í eldhúsinu draga fram þokkann í heildarmyndinni.
Grænu flísarnar í eldhúsinu draga fram þokkann í heildarmyndinni.

Í stofunni eru stór listaverk sem setja svip sinn á stofuna en gulur sófi í anda áttunda áratugarins rímar vel við. Þar er líka munstruð motta og borð úr viðardrumbi. 

Af fasteignavef mbl.is: Nönnustígur 8

mbl.is