Lík Navalnís í líkhúsi í Salekhard

Al­ex­ei Navalní | 18. febrúar 2024

Lík Navalnís í líkhúsi í Salekhard

Lík rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís er staðsett í líkhúsi sjúkrahúss í bænum Salekhard við norðvesturströnd Rússlands, að því er rússneski miðillinn Novaya Gazeta, sem er óháður stjórnvöldum þar, greinir frá.

Lík Navalnís í líkhúsi í Salekhard

Al­ex­ei Navalní | 18. febrúar 2024

Ekki hefur enn verið framkvæmd krufning.
Ekki hefur enn verið framkvæmd krufning. AFP

Lík rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís er staðsett í líkhúsi sjúkrahúss í bænum Salekhard við norðvesturströnd Rússlands, að því er rússneski miðillinn Novaya Gazeta, sem er óháður stjórnvöldum þar, greinir frá.

Lík rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís er staðsett í líkhúsi sjúkrahúss í bænum Salekhard við norðvesturströnd Rússlands, að því er rússneski miðillinn Novaya Gazeta, sem er óháður stjórnvöldum þar, greinir frá.

Fjölskylda Navalnís hefur ekki fengið lík hans afhent eftir að hann lést í fangelsi í bænum Kharp á föstudaginn. Fangelsismálayfirvöld segja hann hafa hnigið niður eftir göngutúr þar. 

Samkvæmt heimildum miðilsins hafði ekki verið framkvæmd krufning á Navalní í gær.

Flutningur á Navalní grunsamlegur

Eftir andlát Navalnís var lík hans fyrst flutt til bæjarins Labytnangi, 36 kílómetrum frá fanganýlendunni í Kharp. Síðar var líkið flutt á héraðssjúkrahús í Salekhard. 

Hefur miðillinn eftir sjúkraflutningamanni hjá Salekhard:

„Venjulega eru lík fólks sem lætur lífið í fangelsi flutt beint í lík- og rannsóknahúsið á Glazkova-stræti en einhverra hluta vegna var lík Navalnís flutt í á sjúkrahús,“ er haft eftir honum.

Segir starfsfólk ekki hafa mátt framkvæma krufningu

„Þeir óku honum í líkhúsið, fóru þangað með hann og létu síðan tvo lögreglumenn standa fyrir utan dyrnar,“ segir hann og bætir við að fangelsismálayfirvöld hefðu allt eins getað haldið uppi skilti sem stæði á: „Eitthvað grunsamlegt í gangi hér!“

„Auðvitað vildu allir vita hvað væri í gangi og hvers vegna leyndin væri svo mikil. Fljótlega kom í ljós að líkið var af Alexei Navalní og að „ekkert saknæmt hafi átt sér stað við andlát hans“, setning sem er notuð til þess að lýsa því að hann hafi ekki látist af skotsárum. Síðan spurðist út að starfsmönnum spítalans væri bannað að framkvæma krufningu.“

Bætir hann við að tvennum sögum fari um framhaldið. 

„Einhverjir sögðu að skipun hefði komið frá Moskvu um að bíða eftir sérfræðingum frá höfuðborginni en aðrir sögðu að læknarnir sjálfir á spítalanum hefðu neitað að framkvæma krufningu. Þetta mál er pólitískt og það er óljóst hvernig það upplýsist.“

mbl.is