Þessi tómatsúpa er æðislega góð og matarmikil, fullkomin á dimmum vetrardögum og tilvalin í upphafi nýrrar viku. Uppskriftin kemur úr smiðju Gígju S. Guðjónsdóttur, flugfreyju og matgæðings, og birtist á uppskriftavefnum Gott í matinn.
Þessi tómatsúpa er æðislega góð og matarmikil, fullkomin á dimmum vetrardögum og tilvalin í upphafi nýrrar viku. Uppskriftin kemur úr smiðju Gígju S. Guðjónsdóttur, flugfreyju og matgæðings, og birtist á uppskriftavefnum Gott í matinn.
Tómatsúpa með ostakubb
Fyrir 4
- 400 g litlir tómatar
- 400 g niðursoðnir tómatar (1 dós)
- 1 stk. Ostakubbur frá Gott í matinn
- 1 stk. laukur
- 1 stk. rauð paprika
- 2 stk. hvítlauksrif
- 1 l vatn
- 1 stk. grænmetisteningur
- Fersk basilíka eftir smekk
- Ólífuolía eftir smekk
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Byrjið á að hita ofninn í 200°C blástur.
- Skerið tómata, lauk og papriku niður og setjið í ofnskúffu eða eldfast mót með olíu, salti og pipar.
- Hitið í 25 mínútur eða þar til allt hefur tekið góðan lit án þess að brenna.
- Setjið vatn í pott og leysið upp grænmetisteninginn og bætið svo niðursoðnu tómötunum saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur ásamt pressuðum hvítlauk og smá salti og pipar.
- Takið svo grænmetið úr ofninum þegar það er tilbúið og setjið ofan í pottinn.
- Þið getið bæði maukað súpuna í pottinum með töfrasprota eða sett hana í blandara.
- Súpan er svo sett í skálar og borin fram með ferskri basilíku og muldum ostakubb.
- Það er ekki verra að hafa gott súrdeigsbrauð með og svo er einnig hægt er að sjóða smá pasta og setja út í súpuna til að gera hana enn þá matarmeiri og barnvænni.