Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. febrúar 2024

Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út uppfært hættumatskort í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri hefur fallið frá tilmælum um brottflutning úr Grindavík og vegna ákvörðunar lögreglustjórans um breyttar heimildir íbúa og fyrirtækja hvað varðar aðgengi að bænum.

Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. febrúar 2024

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur gefið út uppfært hættumatskort í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri hefur fallið frá tilmælum um brottflutning úr Grindavík og vegna ákvörðunar lögreglustjórans um breyttar heimildir íbúa og fyrirtækja hvað varðar aðgengi að bænum.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út uppfært hættumatskort í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri hefur fallið frá tilmælum um brottflutning úr Grindavík og vegna ákvörðunar lögreglustjórans um breyttar heimildir íbúa og fyrirtækja hvað varðar aðgengi að bænum.

Uppfært hættumatskort tekur gildi á morgun, 20. febrúar klukkan 7, á sama tíma og nýjar reglur lögreglustjórans á Suðurnesjum um aðgengi að Grindavík taka gildi.

Svæði 7 verið bætt við

„Í nýjustu útgáfu af hættumatskorti Veðurstofunnar hefur svæði 7 verið bætt við í samráði við almannavarnir. Innan svæðis 7 er Nesvegur, en aukinni umferð er nú beint um veginn vegna aðgengis að svæðinu við Svartsengi og Grindavík. Á svæðinu eru hættur vegna sprunguhreyfinga og jarðfalls ofan í sprungur. Litakóði annarra svæða er óbreyttur frá síðasta korti,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Eins og áður sýnir kortið mat á hættu sem er til staðar og hættu sem gæti skapast með litlum fyrirvara. Eingöngu er lagt mat á hættu innan þessara svæða, en hætta getur leynst utan þeirra

Nýjasta útgáfa af hættumatskorti Veðurstofunnar.
Nýjasta útgáfa af hættumatskorti Veðurstofunnar.
mbl.is