Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir gaf dóttur sinni nafn um helgina. Stúlkan er fyrsta barn Svövu og kom í heiminn 14. janúar síðastliðinn.
Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir gaf dóttur sinni nafn um helgina. Stúlkan er fyrsta barn Svövu og kom í heiminn 14. janúar síðastliðinn.
Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir gaf dóttur sinni nafn um helgina. Stúlkan er fyrsta barn Svövu og kom í heiminn 14. janúar síðastliðinn.
Svava tilkynnti nafnið í færslu á Instagram þar sem hún birti fallega mynd af dóttur sinni sem fékk nafnið Andrea Kristný. Á myndinni liggur Andrea á poka með lógói verslunarinnar Andrea by Andrea sem er í eigu nöfnu hennar, Andreu Magnúsdóttur fatahönnuðar.
Í júlí síðastliðnum greindi Svava frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætti von á barni. Í færslunni sagði hún frá því að hún væri einhleyp og hafi notað tæknina til þess að láta drauminn um móðurhlutverkið rætast.
Svava sagði frá ferlinu í einlægu viðtali á mbl.is í október, en þar sagðist hún alla tíð hafa haft sterka þrá í móðurhlutverkið.
„Ég var mjög ung byrjuð að öfunda stelpur í kringum mig sem áttu orðið börn og hef alltaf séð mig fyrir mér með barn. Þegar að ég var orðin 25 ára ákvað ég að ég myndi eignast barn ein ef ég yrði ekki í sambandi á næstu árum, sem síðan varð raunin. Það að ákveða að gera þetta ein var ekki erfið ákvörðun en að hefja ferlið formlega reyndist mér aðeins erfiðara. Ástæðan var sú að mér fannst ég vera að taka mig af markaðnum of lengi og mögulega of snemma. „Hvað ef að ég hitti einhvern núna á næstu mánuðum?“ var spurning sem ég spurði mig alltaf að. Enn ég vissi það alltaf að ég vildi verða móðir, hvernig sem að ég færi að því,“ sagði Svava Kristín í viðtalinu um drauminn að verða móðir.
Fjölskylduvefurinn óskar Svövu til hamingju með nafnið!