111 skjálftar mælst í Bárðarbungu á árinu

Bárðarbunga | 20. febrúar 2024

111 skjálftar mælst í Bárðarbungu á árinu

Jarðskjálfti upp á 2,9 mældist 4,7 km norðaustur af Bárðarbungu laust fyrir klukkan hálftvö í nótt.

111 skjálftar mælst í Bárðarbungu á árinu

Bárðarbunga | 20. febrúar 2024

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti upp á 2,9 mældist 4,7 km norðaustur af Bárðarbungu laust fyrir klukkan hálftvö í nótt.

Jarðskjálfti upp á 2,9 mældist 4,7 km norðaustur af Bárðarbungu laust fyrir klukkan hálftvö í nótt.

Alls hafa mælst 111 jarðskjálftar í Bárðarbungu það sem af er þessu ári og er þetta svipaður fjöldi og á sama tíma í fyrra. 18 af þeim hafa verið stærri en 2 að stærð.

Jafnvægi að komast á kerfið

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að mjög stórir skjálftar hafi mælst í Bárðarbungu eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk, sumir um 4,5 að stærð.

„Síðan þá hefur stærri skjálftum farið fækkandi og það virðist sem meira jafnvægi sé að komast á kerfið undir Bárðarbungu,” greinir Einar frá.

Sigketill í Bárðarbungu.
Sigketill í Bárðarbungu. mbl.is/RAX

Töluvert af minni skjálftum, 2 til 3 að stærð, hafa aftur á móti mælst á svæðinu undanfarið, sem þýðir að enn þá er virkni í kerfinu.

Ekkert óvenjulegt á sér stað núna á þessu svæði, að sögn Einars.

mbl.is