Af hverju kom kvika ekki upp 10. nóvember?

Dagmál | 20. febrúar 2024

Af hverju kom kvika ekki upp 10. nóvember?

Rúmmál kvikunnar sem streymdi upp á einni kvöldstund 10. nóvember við Grindavík var tíu sinnum meira en rúmmál kvikunnar sem komið hefur upp í eldgosum sem orðið hafa yfir kvikuganginum. Samt náði kvikan ekki að brjóta sér leið upp á yfirborðið þann dag.

Af hverju kom kvika ekki upp 10. nóvember?

Dagmál | 20. febrúar 2024

Rúmmál kvikunnar sem streymdi upp á einni kvöldstund 10. nóvember við Grindavík var tíu sinnum meira en rúmmál kvikunnar sem komið hefur upp í eldgosum sem orðið hafa yfir kvikuganginum. Samt náði kvikan ekki að brjóta sér leið upp á yfirborðið þann dag.

Rúmmál kvikunnar sem streymdi upp á einni kvöldstund 10. nóvember við Grindavík var tíu sinnum meira en rúmmál kvikunnar sem komið hefur upp í eldgosum sem orðið hafa yfir kvikuganginum. Samt náði kvikan ekki að brjóta sér leið upp á yfirborðið þann dag.

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, auk fleiri vísindamanna varpar ljósi á það af hverju kvikan braut sér ekki leið upp á yfirborð þetta örlagaríka kvöld í grein sem birtist 8. febrúar í vísindatímaritinu Science. Freysteinn er gestur Dagmála í dag.

Miklar skemmdir urðu innan bæjarmarka Grindavíkur þegar kvikugangurinn myndaðist 10. …
Miklar skemmdir urðu innan bæjarmarka Grindavíkur þegar kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta gerðist svo hratt“

„Það var pláss í jarðskorpunni vegna flekahreyfinganna. Það er þessi togkraftur, það er verið að losa um hann. Þessi atburður er í raun spennulosunaratburður. Það hagaði bara þannig til að öll kvikan gat farið úr þessu kvikusöfnunarsvæði, hún komst fyrir inni í jarðskorpunni í þessum gangi. Hann varð ansi langur, 15 kílómetrar,“ segir Freysteinn og bætir við að til séu dæmi um mun lengri kvikuganga.

Nærtækasta dæmið er kannski kvikugangurinn sem myndaðist árið 2014 út frá Bárðarbungu. Hann var tæpir 50 kílómetrar. Það sem er sérstakt við kvikuganginn við Grindavík er hversu hratt hann myndaðist. 

„Þetta gerðist svo hratt. Það brotnar fyrir miðjunni á þessum kvikugangi og kvikan er þá í rauninni að streyma lárétt í bæði norðaustur og suðvestur, í tvær áttir í kvikuganginum. Það voru allar aðstæður sem buðu upp á þetta gerðist mjög hratt,“ segir Freysteinn.

mbl.is