Grindavík opnuð á ný í dag

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Grindavík opnuð á ný í dag

Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík er heimilt frá og með deginum í dag að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Ríkislögreglustjóri gaf út tilkynningu þess efnis í gær þar sem fallið var frá fyrirmælum um brottflutning úr Grindavík. Ákvörðunin gildir til 29. febrúar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir skýrt í tilmælum sínum að Grindavíkurbær sé ekki staður fyrir börn. Grindvíkingar fengu í gær tækifæri til að spyrja bæjarstjórnina spurninga á íbúafundi sem haldinn var í Laugardalshöll.

Grindavík opnuð á ný í dag

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 20. febrúar 2024

Íbúum og fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík er heim­ilt frá og með deg­in­um í dag að dvelja og starfa í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn. Rík­is­lög­reglu­stjóri gaf út til­kynn­ingu þess efn­is í gær þar sem fallið var frá fyr­ir­mæl­um um brott­flutn­ing úr Grinda­vík. Ákvörðunin gild­ir til 29. fe­brú­ar. Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um seg­ir skýrt í til­mæl­um sín­um að Grinda­vík­ur­bær sé ekki staður fyr­ir börn. Grind­vík­ing­ar fengu í gær tæki­færi til að spyrja bæj­ar­stjórn­ina spurn­inga á íbúa­fundi sem hald­inn var í Laug­ar­dals­höll.

Íbúum og fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík er heim­ilt frá og með deg­in­um í dag að dvelja og starfa í bæn­um all­an sól­ar­hring­inn. Rík­is­lög­reglu­stjóri gaf út til­kynn­ingu þess efn­is í gær þar sem fallið var frá fyr­ir­mæl­um um brott­flutn­ing úr Grinda­vík. Ákvörðunin gild­ir til 29. fe­brú­ar. Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um seg­ir skýrt í til­mæl­um sín­um að Grinda­vík­ur­bær sé ekki staður fyr­ir börn. Grind­vík­ing­ar fengu í gær tæki­færi til að spyrja bæj­ar­stjórn­ina spurn­inga á íbúa­fundi sem hald­inn var í Laug­ar­dals­höll.

„Við höf­um ekki séð fram­an í þau síðan 10. nóv­em­ber og þessi fund­ur með bæj­ar­stjórn­inni var löngu orðinn tíma­bær. Það var ró­legt á fund­in­um til að byrja með en und­ir lok­in fór aðeins að hitna í kol­un­um,“ seg­ir Páll Val­ur Björns­son, fyrr­ver­andi þingmaður og Grind­vík­ing­ur til 40 ára. Marg­ir hafi látið til­finn­ing­ar sín­ar í ljós og mörg­um þótt bæj­ar­stjórn­in ekki hafa staðið sig nógu vel í að verja hags­muni íbúa. Gagn­rýndu íbú­ar á fund­in­um m.a. að for­kaups­rétt­ur­inn, sem þeim er tryggður í frum­varpi fjár­málaráðherra um kaup íbúðar­hús­næðis, væri ein­ung­is í gildi í tvö ár frá gildis­töku lag­anna. Vilja íbú­ar rýmri tíma til að gera upp hug sinn hvað end­ur­komu í bæ­inn varðar og telja þeir nær að tím­aramm­inn sem þeim er gef­inn telji fimm ár frek­ar en tvö.

Um tutt­ugu um­sagn­ir höfðu í gær borist efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is við frum­varpið um tíma­bund­inn rekstr­arstuðning vegna nátt­úru­ham­far­anna í Grinda­vík.

At­vinnu­teymi Grinda­vík­ur­bæj­ar ger­ir at­huga­semd við að frum­varpið komi að tak­mörkuðu gagni fyr­ir mörg fyr­ir­tæki nema úrræðið verði rýmkað. Þörf sé fyr­ir frek­ari aðgerðir svo fyr­ir­tæki geti „lifað af“ og lagað sig að erfiðum og breytt­um aðstæðum. Þá er einnig lagt til að fyr­ir­tæki getið fengið rekstr­arstuðning í lengri tíma en frum­varpið kveður á um, eða að lág­marki til 30. júní.

Frum­varpið er þó einnig sagt já­kvætt skref í rétta átt.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is