„Það komu upp ákveðnar deilur“

Dagmál | 20. febrúar 2024

„Það komu upp ákveðnar deilur“

„Það komu upp ákveðnar deilur, varðandi ferðatilhaganir og ákveðin grundvallarmál,“ sagði Guðni Bergsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

„Það komu upp ákveðnar deilur“

Dagmál | 20. febrúar 2024

„Það komu upp ákveðnar deilur, varðandi ferðatilhaganir og ákveðin grundvallarmál,“ sagði Guðni Bergsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

„Það komu upp ákveðnar deilur, varðandi ferðatilhaganir og ákveðin grundvallarmál,“ sagði Guðni Bergsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Guðni, sem er 58 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Vigni Má Þormóðssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Var ekki valinn í fimm ár

„Ég og Guðjón Þórðarson tókumst aðeins á um þessi mál en það er löngu liðið og við erum góðir mátar í dag,“ sagði Guðni.

„Ég var ekki valinn í fimm ár þegar ég var að spila minn besta fótbolta og það voru ýmsar ástæður fyrir því. Á sama tíma var ég mjög ánægður með það að vera kallaður til baka í landsliðið af Atla Eðvaldssyni heitnum.

Ég spilaði þrjá leiki, þessi síðustu ár mín í fótboltanum, og það gladdi mig mikið að enda á þannig nótum. Maður var fastur fyrir og harður á sínu og þetta var misklíð sem fór í ákveðinn farveg en á hinn bóginn reyndist þetta mér ágætlega og kannski var þetta fyrir bestu að einhverju leyti,“ sagði Guðni meðal annars.

Viðtalið við Guðna í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðjón Þórðarson þjálfaði íslenska landsliðið með góðum árangri undir lok …
Guðjón Þórðarson þjálfaði íslenska landsliðið með góðum árangri undir lok 20. aldarinnar. Hér fagnar hann marki í Úkraínu þar sem Ísland gerði 1:1-jafntefli í undankeppni EM 2000. Ljósmynd/rax
mbl.is