Vill endurskoðun leigubifreiðalaga strax

Leigubílaþjónusta | 20. febrúar 2024

Vill endurskoðun leigubifreiðalaga strax

„Ég skora hér með á hæstvirtan innviðaráðherra að endurskoða lögin strax,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir liðnum störf Alþingis fyrr í dag.

Vill endurskoðun leigubifreiðalaga strax

Leigubílaþjónusta | 20. febrúar 2024

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að lögin verði endurskoðuð strax.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að lögin verði endurskoðuð strax. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég skora hér með á hæstvirtan innviðaráðherra að endurskoða lögin strax,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir liðnum störf Alþingis fyrr í dag.

„Ég skora hér með á hæstvirtan innviðaráðherra að endurskoða lögin strax,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir liðnum störf Alþingis fyrr í dag.

Vísaði Birgir til laga um leigubifreiðaakstur en fyrirhugað er að endurskoða lögin á næsta ári.

Erlendur leigubílstjóri grunaður um nauðgun

„Okkur er öllum brugðið við fréttum þess efnis að erlendur leigubifreiðastjóri, sem kom til landsins fyrir nokkrum árum sem hælisleitandi, er grunaður um gróft kynferðisbrot. Sem er grunaður um að hafa nauðgað farþega sínum.“

Hann sagði stéttarfélag leigubílstjóra hafa mótmælt lögunum harðlega en að lögin hafi verið umdeild á sínum tíma.

„Meðal áhyggjuefna umsagnaraðila var öryggi farþega. Að öryggi farþega yrði stefnt í hættu,“ sagði hann og nefndi að vísað hefði verið til reynslu Svía eftir breytingu laganna þar í landi.

„Eitt af skilyrðum þess að fá að aka leigubifreið er gott orðspor með tilliti til refsiverðrar háttsemi.“

Dapurt að draga úr kröfum um íslenskukunnáttu

Birgir sagði það dapurlega breytingu að fella á brott skilyrði um íslenskukunnáttu til að aka leigubifreið.

„Alþingi á að standa vörð um íslenskuna í allri lagasmíð. Mér skilst að meirihluti handhafa nýrra leyfa til leigubílaaksturs tali ekki íslensku.“

mbl.is