Beita fangaverði Navalní refsiaðgerðum

Rússland | 21. febrúar 2024

Beita fangaverði Navalní refsiaðgerðum

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, segir Bretland beita sér fyrir refsiaðgerðum gegn sex rússneskum embættismönnum sem störfuðu í síberísku fanganýlendunni þar sem að rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní lést. 

Beita fangaverði Navalní refsiaðgerðum

Rússland | 21. febrúar 2024

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands kynnti refsiaðgerðirnar fyrr í dag.
David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands kynnti refsiaðgerðirnar fyrr í dag. AFP/Norberto Duarte

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, segir Bretland beita sér fyrir refsiaðgerðum gegn sex rússneskum embættismönnum sem störfuðu í síberísku fanganýlendunni þar sem að rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní lést. 

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, segir Bretland beita sér fyrir refsiaðgerðum gegn sex rússneskum embættismönnum sem störfuðu í síberísku fanganýlendunni þar sem að rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalní lést. 

Bandaríkin munu kynna nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi á föstudaginn vegna dauða Navalní.

Fyrsta þjóðin til að beita refsiaðgerðum 

Eigi embættismennirnir eignir í Bretlandi verða þær frystar og munu þeir sæta ferðabanni til landsins. 

Meðal ofangreinda embættismanna er Vadím Konstantinóvtsj Kalínin, yfirmaður fanganýlendunnar, „Polar Wolf“.

Bretland er fyrsta þjóðin til þess að grípa til refsiaðgerða í kjölfar dauða Navalní, en yfirvöld þar hafa einnig kallað eftir því að lík Navalnís verði afhent fjölskyldu hans. 

Telur að litið hafi verið á Navalní sem „ógn“

„Það er greinilegt að yfirvöld í Rússlandi litu á Navalní sem ógn, enda hafa þau ítrekað reynt að þagga niður í honum,“ sagði Cameron.

Þá sagði Cameron yfirvöld í Rússlandi hafa eitraði fyrir honum í Novichok árið 2020 og að þau hafi fangelsað hann fyrir friðsamlega stjórnarandstöðu og komið honum fyrir í fanganýlendu á heimskautabaugi. 

„Engin ætti að draga í efa kúgunarburði rússneska ríkisins,“ bæti hann við. 

mbl.is