Ferðamenn virða rauð viðvörunarljós að vettugi

Ferðamenn á Íslandi | 21. febrúar 2024

Ferðamenn virða rauð viðvörunarljós að vettugi

Mikið brim var við Reynisfjöru í gær. Gekk sjórinn á land með látum og var bílaplanið við fjöruna á tímabili á floti. Talsverður fjöldi ferðamanna var á svæðinu þegar sjórinn flæddi yfir og urðu þó nokkrir skelkaðir og yfirgáfu svæðið.

Ferðamenn virða rauð viðvörunarljós að vettugi

Ferðamenn á Íslandi | 21. febrúar 2024

Mikið brim var við Reynisfjöru í gær. Gekk sjórinn á land með látum og var bílaplanið við fjöruna á tímabili á floti. Talsverður fjöldi ferðamanna var á svæðinu þegar sjórinn flæddi yfir og urðu þó nokkrir skelkaðir og yfirgáfu svæðið.

Mikið brim var við Reynisfjöru í gær. Gekk sjórinn á land með látum og var bílaplanið við fjöruna á tímabili á floti. Talsverður fjöldi ferðamanna var á svæðinu þegar sjórinn flæddi yfir og urðu þó nokkrir skelkaðir og yfirgáfu svæðið.

Á tímabili þurftu ferðamenn að láta það duga að standa í fjörukambinum þar sem ekki var óhætt að ganga niður í fjöruna. Þegar þessi mynd var tekin síðdegis í gær voru aðstæður orðnar betri en hættan þó ekki yfirstaðin eins og rauða viðvörunarljósið gefur til kynna.

Ferðamenn í fjörunni í gær.
Ferðamenn í fjörunni í gær. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is