Kallar eftir upplýsingum um meintan ofbeldismann

Leigubílaþjónusta | 21. febrúar 2024

Kallar eftir upplýsingum um meintan ofbeldismann

Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík gagnrýnir að alvarlegt ofbeldisbrot sé nýtt til þess að fjalla um lesti leigubílalöggjafarinnar. Hún kallar eftir því að umræðan verði slitin í sundur og að þolandinn fái frið. 

Kallar eftir upplýsingum um meintan ofbeldismann

Leigubílaþjónusta | 21. febrúar 2024

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík.
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík gagnrýnir að alvarlegt ofbeldisbrot sé nýtt til þess að fjalla um lesti leigubílalöggjafarinnar. Hún kallar eftir því að umræðan verði slitin í sundur og að þolandinn fái frið. 

Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík gagnrýnir að alvarlegt ofbeldisbrot sé nýtt til þess að fjalla um lesti leigubílalöggjafarinnar. Hún kallar eftir því að umræðan verði slitin í sundur og að þolandinn fái frið. 

„Nýja löggjöfin mun aldrei stoppa ofbeldismenn, þessi maður hefði alltaf getað framið sitt afbrot sama hvernig lögin hefðu verið,“ segir Sæ­unn Ósk Unn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hopp í Reykja­vík, og undirstrikar að umfjallanir um þessi mál fari ekki saman. 

Um er að ræða mál leigubílstjóra sem grunaður er um gróft kynferðisbrot gegn konu. Málið átti sér stað í byrjun febrúar og í kjölfarið sendu stéttarfélög leigubílstjóra, B:Í.L.S og Frami, frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félögin hafi verið búin að vara stjórnvöld við afleiðingum lagabreytinga um leigubílaakstur. 

Mikilvægt að fá upplýsingar frá Samgöngustofu 

Í samtali við mbl.is segist Sæunn harma að umrætt brot hafi átt sér stað og hefur kallað eftir upplýsingum frá Samgöngustofu um meintan ofbeldismann til að geta gengið úr skugga um að umræddur einstaklingur sé ekki með virkan aðgang í farveitu Hopp. 

Hún út­skýr­ir að með breyt­ing­um nýju lög­gjaf­ar­inn­ar, sem tók gildi á síðasta ári, starfi all­ir leigu­bíl­stjór­ar, sem hafa rekstrarleyfi sem leigubílstjóri á Íslandi, sem sjálf­stætt starf­andi verk­tak­ar en ekki í umboði leigu­bif­reiðastöðvar eða far­veitu þó þeir aki fyr­ir slík­ar.

Sæ­unn segir gríðarlega mik­il­vægt að Sam­göngu­stofa, sem fer með leyf­is­veit­ing­ar, hafi heimildir til að upp­lýsa far­veit­ur og leigubílastöðvar, eða vald til að stöðva rekstarleyfi viðkomandi, þannig að hægt sé að taka ein­stak­ling­inn úr um­ferð á meðan málið er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu.

Þannig að neyt­and­inn getur þá allavega stólað á að far­veit­un­rn­ar geti lokað fyr­ir þá bíl­stjóra sem eru til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni,“ seg­ir hún. 

Sæunn segir tæknina jafnframt veita upplýsingar um leigubílaferðir og gagnsæi hvað varðar leyfisveitingar. Þrátt fyrir það geti engin tækni tekið fyrir ofbeldishegðun.

Þótt hvorki Samgöngustofa né lögregla hafi upplýst Hopp um meintan ofbeldismann hafi þau hjá Hopp nýtt sér upplýsingar sem fram hafa komið og gengið úr skugga um að viðkomandi sé ekki með virkan aðgang í Hopp-appinu. 

Of seint að endurskoða lögin í lok árs

Spurð út þá gagn­rýni sem nýju lög­in hafa sætt og yf­ir­vof­andi end­ur­skoðun á þeim svar­ar Sæ­unn að brýnt sé að end­ur­skoða þau og það sem fyrst

Það hafi þó ekk­ert með meint of­beld­is­brot að gera held­ur snú­ist það um að nýju lög­in hafi verið skrifuð til að þjóna því fyrirkomulagi sem var til staðar á sínum tíma í leigubílaakstri.

„Það er alltof seint að skoða þau í byrjun næsta árs. Við erum í stöðugu sam­tali við Sam­göngu­stofu og ráðuneytið til að benda á þá hluti sem okk­ur finnst hafa farið úr­skeiðis í lög­un­um. Lög­un­um sem ganga í raun ekki nógu langt og eru ekki að sinna því hlut­verki sem þau átttu að sinna sem var m.a. að fjölga leigu­bíl­stjór­um í hluta­störf­um.“

mbl.is