Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari og Ingunn Sigurpálsdóttir, markaðsstjóri Bpro, eru meðal þeirra Íslendinga sem hafa farið á skíði erlendis nýlega. Ár er síðan að samband þeirra Dags og Ingunnar komst í fréttir.
Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari og Ingunn Sigurpálsdóttir, markaðsstjóri Bpro, eru meðal þeirra Íslendinga sem hafa farið á skíði erlendis nýlega. Ár er síðan að samband þeirra Dags og Ingunnar komst í fréttir.
Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari og Ingunn Sigurpálsdóttir, markaðsstjóri Bpro, eru meðal þeirra Íslendinga sem hafa farið á skíði erlendis nýlega. Ár er síðan að samband þeirra Dags og Ingunnar komst í fréttir.
Dagur og Ingunn fóru með hópi fólks og skemmtu sér vel. Vinsælt er að fara til Austurríkis eða Ítalíu á skíði og er háannatími um þessar mundir. Skíðasvæðið sem Dagur og Ingunn fóru á heitir Sölden.
Dagur þekkir Austurríki betur en flestir Íslendingar sem renna sér niður austurrísku Alpana þessa dagana. Handboltahetjan stýrði landsliði Austurríkis í handbolta um tíma. Nú síðast stýrði hann landsliði Japans en sagði upp samningi sínum fyrr í febrúar. Átti Dagur að taka við liði Króatíu en ekkert hefur frést af samkomulaginu í tvær vikur. Dagur virtist hins vegar nokkuð áhyggjulaus í brekkunni.
Ingunn deildi myndum úr skíðafríinu á Instagram. „Á skíðum skemmti ég mér,“ skrifaði hún meðal annars. Vísar hún þar í lagið Hoppsa bomm með hljómsveit Ingimars Eydal.