Getur kynlíf hægt á öldrun heilans?

Svefnherbergið | 22. febrúar 2024

Getur kynlíf hægt á öldrun heilans?

Heilsufarslegur ávinningur kynlífs er vel þekktur, en rannsóknir benda til þess að kynlíf auki hjarta- og æðaheilbrigði, dragi úr streitu, styrki ónæmiskerfið, stuðli að almennri hamingju og dragi úr kvíða og þunglyndi. 

Getur kynlíf hægt á öldrun heilans?

Svefnherbergið | 22. febrúar 2024

Getur kynlíf haft áhrif á heilann þegar við eldumst?
Getur kynlíf haft áhrif á heilann þegar við eldumst? Ljósmynd/Unsplash

Heilsufarslegur ávinningur kynlífs er vel þekktur, en rannsóknir benda til þess að kynlíf auki hjarta- og æðaheilbrigði, dragi úr streitu, styrki ónæmiskerfið, stuðli að almennri hamingju og dragi úr kvíða og þunglyndi. 

Heilsufarslegur ávinningur kynlífs er vel þekktur, en rannsóknir benda til þess að kynlíf auki hjarta- og æðaheilbrigði, dragi úr streitu, styrki ónæmiskerfið, stuðli að almennri hamingju og dragi úr kvíða og þunglyndi. 

Að því sögðu er forvitnilegt að spyrja sig hvort kynlíf geti einnig bætt heilastarfsemi og veitt vernd gegn taugahrörnunarsjúkdómum. Nýleg rannsókn sem birt var í The Journal of Sex Research svarar þessari spurningu. 

Rannsakendur notuðust við gögn úr annarri og þriðju lotu National Social Life, Health and Aging Project (NSHAP) og báru saman 2.409 svarendur sem höfðu lokið báðum lotum könnunarinnar með fimm ára millibili til að greina hvernig þau breyttust með tímanum. Tveir hópar voru skoðaðir, annars vegar einstaklingar á aldrinum 62 til 74 ára og hins vegar á aldrinum 75 til 90 ára. 

Til að mæla vitræna virkni var Montreal Cognitive Assessment könnunnin notuð, en kynferðisleg tíðni og gæði voru skoðuð út frá spurningum úr NSHAP-könnuninni. 

Þrjár leiðir kannaðar

Þótt það geti hljómar langsótt að kynlíf geti bætt heilastarfsemi eru þrjár leiðir sem rannsakendur könnuðu. Nicole K. McNichols, prófessor í kynfræði við háskólann í Washington, tók saman niðurstöður rannsóknarinnar í grein sem birtist á vef Psychology Today:

1. Kynlíf dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum

Miðað við líkamlega eiginleika þess er kynlíf álitið vera tegund hreyfingar sem rannsóknir sýna að hafi mikil áhrif á vitræna frammistöðu með því að auka blóðflæði til heilans, draga úr bólgum í líkamanum og auka prótein sem örva vöxt taugafrumna.

2. Kynlíf dregur úr streitu

Kynlíf dregur úr streitu, varðveitir vitsmuni og hvetur til myndunar nýrra taugafrumna í svæði heilans sem kallast dreki (e. hippocampus) og tengist minninu.

3. Kynlíf losar dópamín 

Örvun og fullnæging leiða til losunar á taugaboðefninu dópamín, en rannsóknir hafa sýnt að dópamín bæti atburðarminni (e. episodic memory) hjá eldri fullorðnum. 

Þegar þessar þrjár leiðir eru lagðar saman þá gæti kynlíf verið ein leiðin til að berjast gegn rýrnun í heilanum á eldri árum.

Fundu fjórar niðurstöður

McNichols tók saman þær fjórar niðurstöður sem rannsakendur fundu varðandi áhrif kynlífs á vitsmuni hjá fullorðnu fólki. 

1. Tíðara kynlíf tengt við betri vitræna virkni

Hjá eldri hópnum (75 til 90 ára) var tíðara kynlíf tengt við betri vitræna virkni í annarri lotu rannsóknarinnar. Þá voru þeir sem stunduðu kynlíf að minnsta kosti einu sinni í viku með hærra skor. Höfundar veltu því fyrir sér hvort þessar niðurstöður komi fram vegna þess að kynlíf bætir blóðrásina rétt eins og önnur hreyfing. 

Það vakti athygli að kynlíf einu sinni eða oftar í viku leiddi til næstum jafn mikillar bættrar vitrænnar virkni og það að fá háskólagráðu hjá þessum aldurshópi. 

2. Gæði kynlífsins tengist betri vitrænni virkni

Hjá yngri hópnum (62 til 74 ára) höfðu gæti kynlífsins áhrif á vitsmuni. Þeir sem töldu kynferðislegt samband sitt vera mjög ánægjulegt eða ánægjulegt höfðu betri vitræna virkni fimm árum síðar. Þessi niðurstaða er talin geta stafað af ánægjuhormónum, þá sérstaklega dópamíni, sem tengjast kynferðislega fullnægjandi samböndum. 

3. Líkamleg ánægja kynlífs hjá körlum tengist betri vitrænni virkni

Það vakti athygli að karlar, en ekki konur, sem greindu frá mikilli líkamlegri ánægju af kynferðislegum samböndum sínum voru með betri vitræna virkni fimm árum síðar samanborið við karla sem gerðu það ekki. Höfundar geta sér til um að þessi kynjamunur sé tilkominn vegna félagsmótunar þar sem meiri áhersla er lögð á að karlar sækist eftir kynferðislegri ánægju en konur. Þar af leiðandi hafi þeir tilhneigingu til að forgangsraða henni. 

4. Skýrt orsakasamband milli kynlífs og betri vitrænnar virkni

Rannsakendur fundu skýr orsakatengsl milli kynlífs og aukinnar vitrænnar virkni en ekki öfugt. Það þýðir að þeir sem stundnuðu virkt og ánægjulegt kynlíf upplifðu verulegan vitrænan ávinning þegar það var metið fimm árum síðar. Það að hafa meiri vitræna virkni í upphafi leiddi hins vegar ekki til aukinnar tíðni eða ánægju í kynlífi fimm árum síðar.

Þessar niðurstöður undirstrika jákvæð áhrif kynlífs á vitræna heilsu með tímanum. Rannsakendur taka þó fram að kostir kynlífs, eins og þeir koma fram í þessari rannsókn, gilda þvert á aldurshópa. Lífeðlisfræðilegur ávinningur kynlífs eigi því við um alla, óháð aldri þeirra. 

mbl.is