Getum ekki tekið við nema um 500

Flóttafólk á Íslandi | 23. febrúar 2024

Getum ekki tekið við nema um 500

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur að greiningarvinna á svigrúmi Íslendinga til þess að taka við hælisleitendum muni leiða til verulegrar fækkunar þeirra. Hún segir í viðtali við Dagmál Morgunblaðsins, sem birt er í dag, að ekkert liggi fyrir um fjölda eða kostnað ennþá.

Getum ekki tekið við nema um 500

Flóttafólk á Íslandi | 23. febrúar 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra tel­ur að grein­ing­ar­vinna á svig­rúmi Íslend­inga til þess að taka við hæl­is­leit­end­um muni leiða til veru­legr­ar fækk­un­ar þeirra. Hún seg­ir í viðtali við Dag­mál Morg­un­blaðsins, sem birt er í dag, að ekk­ert liggi fyr­ir um fjölda eða kostnað ennþá.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra tel­ur að grein­ing­ar­vinna á svig­rúmi Íslend­inga til þess að taka við hæl­is­leit­end­um muni leiða til veru­legr­ar fækk­un­ar þeirra. Hún seg­ir í viðtali við Dag­mál Morg­un­blaðsins, sem birt er í dag, að ekk­ert liggi fyr­ir um fjölda eða kostnað ennþá.

„Ég held að í raun muni Ísland ekki geta tekið á móti nema kannski 500 [á ári],“ seg­ir Guðrún, en tek­ur fram að sú tala sé ekki sett fram af neinni ábyrgð, held­ur frem­ur brjóst­viti.

„Við þurf­um að und­ir­byggja þannig tölu,“ bæt­ir hún við. „Þess vegna erum við að setja grein­ing­ar­vinnu af stað til þess að við get­um metið það.“ Hún bend­ir á að það sé ákall úr heil­brigðis­kerf­inu, frá kenn­ur­um, hinu fé­lags­lega kerfi og sveit­ar­fé­lög­um, sem ekki sé hægt að leiða hjá sér.

„Það finna vita­skuld all­ir fyr­ir því þegar á tveim­ur árum koma hingað níu þúsund manns í gegn­um vernd­ar­kerfið.“

Til stóð að Guðrún mælti fyr­ir frum­varpi sínu til breyt­inga á út­lend­inga­lög­um í gær, en mikl­ar taf­ir urðu á dag­skrá þings­ins fram eft­ir kvöldi. Þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un var mjög óvíst að 1. umræða um frum­varpið gæti haf­ist.

Árleg hring­ferð þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins hófst í gær með fjöl­menn­um fundi um hæl­is­leit­enda­mál í Reykja­nes­bæ, þar sem Guðrún hafði fram­sögu, ásamt þing­mann­in­um Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur og Bjarna Bene­dikts­syni, ut­an­rík­is­ráðherra og for­manni flokks­ins.

Guðrún gerði grein fyr­ir bæði þeim breyt­ing­um, sem fel­ast í frum­varp­inu, og þeirri stefnu sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu sam­mælst um.

Bjarni ræddi um út­lend­inga­mál­in á al­menn­ari nót­um og sagði aðgerðirn­ar ekki aðeins eiga að mark­ast af því að ná betri stjórn á landa­mær­un­um.

„Við verðum að gera miklu, miklu bet­ur í því að hjálpa fólki að verða full­gild­ir meðlim­ir í sam­fé­lag­inu. Geta bjargað sér, skilja tungu­málið, hafa lág­marksþekk­ingu á menn­ing­unni og hafa áhuga á því að vera hér á for­send­um okk­ar Íslend­inga,“ sagði Bjarni og varaði við því að menn gerðu sömu mis­tök og átt hefðu sér stað í mörg­um grann­lönd­um. Þar hefðu stjórn­völd ekki viljað hlusta á rétt­mæt­ar áhyggj­ur al­menn­ings, sem svo hefði kynt und­ir öfga­öfl­um.

„Við meg­um ekki standa við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar okk­ar með þeim hætti að við gröf­um und­an kjör­um og gild­um fólks­ins sem býr hérna fyr­ir. Það er bara ekki í boði.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is