Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu sem var farþegi í leigubíl sem maðurinn ók.
Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu sem var farþegi í leigubíl sem maðurinn ók.
Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu sem var farþegi í leigubíl sem maðurinn ók.
Dómurinn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en Katrín Hilmarsdóttir saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, staðfestir niðurstöðu dómsins í skriflegri fyrirspurn mbl.is.
Í ákæru sem embætti héraðssaksóknara hefur gefið út er maðurinn sagður hafa beitt konuna ólögmætri nauðung og haft við hana önnur kynferðismök án samþykkis hennar aðfaranótt sunnudagsins 25. september árið 2022 þegar hann keyrði hana frá Reykjavík til Reykjanesbæjar.
Tekið er fram að maðurinn hafi kysst konuna, þuklað á brjóstum hennar innan- og utanklæða, þuklað á kynfærum hennar utanklæða og nuddað kynfæri hennar innanklæða.
Var þess krafist í ákærunni að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess sem konan fer fram á þrjár milljónir í miskabætur.
Ljóst er að maðurinn hefur verið sakfelldur og dæmdur til refsingar en ekki liggur fyrir hvaða kostnað hann mun bera. Nánar verður fjallað um málið á mbl.is þegar dómurinn í málinu hefur verið birtur.
Í kjölfar fregna sem bárust í síðustu viku um að kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að rannsaka gróft kynferðisbrot, gegn konu, sem átti sér stað í leigubifreið, hefur mikil umræða skapast um ágæti nýrra laga um leigubifreiðarakstur.
Breytingin sem átti sér stað með nýju lögunum felur í sér að að leigubílstjórar þurfi ekki lengur að vera skráðir á starfandi leigubílastöð til að fá starfsleyfi sem leigubílstjórar. Þegar frumvarp að umræddum lögum lá fyrir Alþingi höfðu Stéttarfélög leigubílstjóra, B.Í.L.S og Frami, sig mikið í frammi um að vara við umræddum breytingum.
Í tilkynningu sem þessi sömu stéttarfélög sendu frá sér í kjölfar þess að fregnir bárust um rannsókn kynferðisbrotadeildarinnar á máli leigubílstjóra, segir að félögin harmi fréttir af ofbeldisbroti á farþega í bíl.
Þar segir jafnframt að félögin hefðu varað stjórnvöld við afleiðingum lagabreytinga um leigubílaakstur.
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, steig hins vegar fram og gagnrýndi að alvarlegt ofbeldisbrot væri nýtt til þess að fjalla um lesti leigubílalöggjafarinnar. Nýja löggjöfin mun aldrei stoppa ofbeldismenn, sagði Sæunn og bætti við að umræddur maður hefði alltaf geta framið sitt afbrot sama hvernig lögin hefðu verið.
Vert er að taka fram að brotið sem dæmt hefur verið fyrir átti sér stað áður en umrædd lagabreyting tók gildi.