Siggi Sveins bjargaði golfbílnum

Frægir á ferð | 23. febrúar 2024

Siggi Sveins bjargaði golfbílnum

Sigurður Sveinsson, markakóngur og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, hélt af stað í óvenjulega en án efa eftirminnilega björgunaraðgerð til að endurheimta Skolla.

Siggi Sveins bjargaði golfbílnum

Frægir á ferð | 23. febrúar 2024

Sigurður þurfti að taka á öllu sínu til að ná …
Sigurður þurfti að taka á öllu sínu til að ná golfbílnum upp úr snjónum. Samsett mynd

Sig­urður Sveins­son, markakóng­ur og fyrr­ver­andi landsliðsmaður í hand­bolta, hélt af stað í óvenju­lega en án efa eft­ir­minni­lega björg­un­araðgerð til að end­ur­heimta Skolla.

Sig­urður Sveins­son, markakóng­ur og fyrr­ver­andi landsliðsmaður í hand­bolta, hélt af stað í óvenju­lega en án efa eft­ir­minni­lega björg­un­araðgerð til að end­ur­heimta Skolla.

Í Mos­fells­bæ, við ræt­ur Helga­fells, fannst Skolli, golf­bíll Sig­urðar, nú á dög­un­um. Bíln­um hafði verið stolið úr gámi við Golf­klúbb Mos­fells­bæj­ar í nóv­em­ber á meðan Sig­urður var á fullu að jafna sig eft­ir að hafa geng­ist und­ir aðgerð á hné. 

„Þannig er mál með vexti að ég fór í hné­skiptaaðgerð í nóv­em­ber og var því frá í þó nokk­urn tíma. Golf­bíll­inn er geymd­ur í læst­um gám við golf­skál­ann í Mos­fells­bæ og fyr­ir viku síðan þá ætlaði ég að dytta að hon­um, hlaða geym­inn og fleira en þá var hann horf­inn,“ seg­ir Sig­urður. 

Ekki að áfell­ast

Á þriðju­dag til­kynnti Sig­urður, jafn­an kallaður Siggi Sveins, að Skolli væri kom­inn í leit­irn­ar. „Ég birti færslu á Face­book og í kjöl­farið bár­ust mér ótal sím­töl og póst­ar, þar á meðal frá tveim­ur aðilum sem könnuðust við að hafa séð bíl­inn.

Einn sagðist hafa rek­ist á bíl­inn þegar hann var úti að ganga með hund­inn sinn þann 13. nóv­em­ber síðastliðinn. Sá tók mynd­ir og sendi á lög­regl­una,“ seg­ir Sig­urður sem viður­kenn­ir að vera ör­lítið von­svik­inn yfir fram­taksleysi lög­regl­unn­ar. 

Sigurður þurfti að ganga dágóðan spöl til að komast að …
Sig­urður þurfti að ganga dágóðan spöl til að kom­ast að bíln­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Sjálf­ur vissi ég ekki af þjófnaðinum á þess­um tíma­punkti, en lög­regl­an hefði ef til vill getað sent fyr­ir­spurn á Golf­klúbb Mos­fells­bæj­ar og for­vitn­ast um hvort ein­hver þekkti til bíls­ins. Þá hefði málið verið leyst á eng­um tíma,“ seg­ir Sig­urður sem er þó ekki að áfell­ast lög­regl­una, en þegar bíll­inn fannst upp­haf­lega var snjó­laus jörð en þegar hann sjálf­ur kom að hon­um var Skolli á kafi í snjó og er nú illa far­inn. 

Skolli er skemmd­ur

Aðspurður seg­ir Sig­urður að Skolli sé í held­ur slæmu ásig­komu­lagi. Hann hef­ur átt bíl­inn í rúm átta ár. 

„Ég er mik­ill golfari og þurfti á golf­bíl að halda af því að ég var slæm­ur til heils­unn­ar eða lapp­irn­ar voru slæm­ar.

Bíll­inn er bara göm­ul græja sem ég hef haft mikla ánægju af að dútla við í gegn­um árin. Nú er hann bara skemmd­ur, ég sé alla vega að húsið er farið af,“ út­skýr­ir hann. „Það er ekk­ert skrýtið, bíll­inn hef­ur verið þarna síðustu mánuði, kald­ur og yf­ir­gef­inn.“

Skolli hefur staðið við Helgafell í Mosfellsdal síðan í nóvember.
Skolli hef­ur staðið við Helga­fell í Mos­fells­dal síðan í nóv­em­ber. Ljós­mynd/​Aðsend

Fékk góða hjálp

Það var svo sann­ar­lega ekki auðvelt verk að ná hon­um. „Ég fór sjálf­ur á miðviku­dag og ætlaði að reyna hvað ég gat en endaði bara á að snúa við. Fyrsta björg­un­ar­tilraun­in fór því í vaskinn,“ seg­ir Sig­urður.

„Ég sá strax að það þurfti gröfu eða eitt­hvað álíka til að ná Skolla upp úr snjón­um,“ seg­ir Sig­urður sem hélt aft­ur á staðinn og nú með góða hjálp og helj­ar­inn­ar vinnu­vél meðferðis. „Ég fékk góða hjálp frá kunn­ingja mín­um sem kann á svona vél­ar. Hann var til­bú­inn að hjálpa mér,“ seg­ir Sig­urður og hlær. 

„Björg­un­araðgerðir tók­ust vel. Það þurfti góð tæki til að ná þessu í gegn, en allt fór þetta vel á end­an­um. Skolli karl­inn er nokkuð illa til reika. Þjóf­ur­inn hafði þó vit fyr­ir því að skilja eft­ir eina kalda dós af orku­drykk og ekki veitti af eft­ir all­an mokst­ur­inn,“ seg­ir Sig­urður að lok­um.

Skolli er kominn heim!
Skolli er kom­inn heim! Sam­sett mynd
mbl.is