8 leiðir til að róa grátandi barn

Uppeldisráð | 24. febrúar 2024

8 leiðir til að róa grátandi barn

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, birti á dögunum fróðlega færslu með góðum ráðum til að róa grátandi barn. 

8 leiðir til að róa grátandi barn

Uppeldisráð | 24. febrúar 2024

Grætur barnið þitt mikið?
Grætur barnið þitt mikið? Ljósmynd/Pexels/Pixabay

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, birti á dögunum fróðlega færslu með góðum ráðum til að róa grátandi barn. 

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, birti á dögunum fróðlega færslu með góðum ráðum til að róa grátandi barn. 

„Það er fátt erfiðara en hjálparleysið sem fylgir því að eiga barn sem grætur mikið. Ekki hætta að komast til botns í því hvað veldur, en þangað til vona ég að þessar ráðleggingar hjálpi þér og litla krílinu þínu að róast.

Mundu að hvert barn er einstakt, svo ekki láta það á þig fá ef það virka ekki allar aðferðirnar. Treystu innsæi þínu, vertu róleg/ur og veistu, þú ert að standa þig svo ótrúlega vel!“ skrifaði hún við færsluna sem inniheldur eftirfarandi ráð. 

8 leiðir til að róa grátandi barn

  1. Slakaðu á öxlunum, andaðu djúpt og sendu þau skilaboð til barnsins að þú ert róleg/ur. Börn spegla tilfinningar okkar, svo það að vera róleg/ur getur hjálpað þeim að róast. 
  2. Prófaðu að labba upp og niður stiga. Mjúk upp og niður hreyfing getur verið ótrúlega róandi fyrir lítil börn. 
  3. Búðu til róandi umhverfi með því að fara í bað eða sturtu með barninu þínu. Vatnið og snerting húð við húð getur gert kraftaverk við að róa. 
  4. Er barnið þitt með vindverki? Prófaðu mjúkt maganudd og að láta fætur þess hjóla upp í loftið. Þetta getur hjálpað við að losa loft. 
  5. Kíktu í göngu, jafnvel bara um garðinn ef veður leyfir. Breyting á umhverfi og skynjun getur hjálpað til við að róa lítil kríli.
  6. Íhugaðu að bjóða áfyllingar gjöf. Ef barnið þitt tekur brjóstið/pelann ákaft gæti það bent til þess að það þurfi aðeins meira að drekka.
  7. Prófaðu að reifa barnið, þótt það sé ekki kominn tími á lúr. Þetta getur hjálpað til við að róa sympatíska taugakerfið og veita öryggistilfinningu.
  8. Prófaðu þessa stellingu: Settu maga barnsins á móti framhandleggnum til að búa til smá þrýsting á magann, láttu barnið snúa á hlið og fæturnir dingla niður.
mbl.is