Segir marga ofmeta tímann sem Rússar þurfa

Úkraína | 24. febrúar 2024

Segir marga ofmeta tímann sem Rússar þurfa

Undanfarnar vikur og mánuði hafa yfirmenn varnarmála í hinum ýmsu Evrópuríkjum varað við því að Rússland búi sig undir möguleg átök við Atlantshafsbandalagið á næstu fimm til tíu árum.

Segir marga ofmeta tímann sem Rússar þurfa

Úkraína | 24. febrúar 2024

Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi með varnarmálaráðherranum Sergei Sjoígú í …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi með varnarmálaráðherranum Sergei Sjoígú í Kremlinni. AFP

Undanfarnar vikur og mánuði hafa yfirmenn varnarmála í hinum ýmsu Evrópuríkjum varað við því að Rússland búi sig undir möguleg átök við Atlantshafsbandalagið á næstu fimm til tíu árum.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa yfirmenn varnarmála í hinum ýmsu Evrópuríkjum varað við því að Rússland búi sig undir möguleg átök við Atlantshafsbandalagið á næstu fimm til tíu árum.

Það mat er þó ekki einhlítt, en Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, varaði við því fyrir tveimur vikum að Rússland gæti látið reyna á samstöðu vestrænna ríkja á næstu þremur til fimm árum og norski hershöfðinginn Eirik Kristofferson, yfirmaður norska hersins, sagði í síðustu viku að herinn hefði í besta falli eitt til þrjú ár til þess að auka varnargetu sína gegn Rússum.

Geta ekki haft betur í löngu stríði

Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum, eldflaugatækni og þeim aðferðum sem beitt yrði til þess að heyja kjarnorkustríð, segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji í þessu samhengi að margir ofmeti þann tíma sem Rússar gætu tekið sér til þess að undirbúa sig.

Of margir horfi á þann mikla getumun sem sé nú í bæði mannafla og tækni á milli NATO-ríkjanna og Rússlands.

„Rússar eru vel meðvitaðir um það, að þeir geta ekki haft betur í löngu stríði við NATO,“ segir Hoffmann.

„Þannig að það sem rússneskir hernaðarspekingar og stefnusmiðir hafa gert er að þeir hafa búið til áætlanir um hvernig þeir geti sigrað bandalagið áður en það getur nýtt sér sína „hefðbundnu“ yfirburði.“

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út þann 22. febrúar. 

Tvö ár eru liðin um þess­ar mund­ir frá því Rúss­ar réðust inn í Úkraínu. Þess­um tíma­mót­um hafa verið gerð góð skil í Morg­un­blaðinu síðustu daga og svo verður áfram næstu daga.

mbl.is