Þúsundir Þjóðverja fylktu liði niður götur stórborga í Þýskalandi til stuðnings Úkraínumönnum fyrr í dag. Tvö ár eru nú liðin frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu.
Þúsundir Þjóðverja fylktu liði niður götur stórborga í Þýskalandi til stuðnings Úkraínumönnum fyrr í dag. Tvö ár eru nú liðin frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu.
Þúsundir Þjóðverja fylktu liði niður götur stórborga í Þýskalandi til stuðnings Úkraínumönnum fyrr í dag. Tvö ár eru nú liðin frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu.
Þúsundir komu saman í höfuðborginni Berlín fyrir framan Brandenborgarhliðið þar sem mótnælendur héldu á lofti skiltum sem á stóð: „Stöndum upp fyrir Úkraínu“ og „Vígbúið Úkraínu á þessari stundu“.
Kai Wegner, borgarstjóri Berlínar, lýsti átökunum sem hrottalegu árásarstríði Rússlandsforseta þegar hann ávarpaði fjöldann.
„Hann vill eyða Úkraínu, hann vill þurrka út menningu Úkraínumanna,“ sagði borgarstjórinn. „En við munum ekki leyfa því að gerast. Við munum standa við hlið Úkraínumanna.“
Þá kallaði hann eftir því að stjórnvöld myndu verða við beiðni Úkraínumanna og afhenda þeim langdræg Taurus-flugskeyti. Þýsk stjórnvöld hafa verið hikandi við að afhenda flugskeytin af ótta við að þeim verði beint að skotmörkum innan landamæra Rússlands.
Skipuleggjendur telja að um tíu þúsund hafi komið saman á mótmælunum í Berlín í dag. Lögregla telur fjöldann þó mun lægri, eða nær 5 þúsund.
Þá voru einnig haldin mótmæli í Frankfurt og Köln þar sem mótmælendur kröfðust þess að yfirvöld myndu flýta afhendingu hergagna til Kænugarðs.