Eliza, Saga Sig, Beyoncé og Sunneva með sama stílinn

Fatastíllinn | 25. febrúar 2024

Eliza, Saga Sig, Beyoncé og Sunneva með sama stílinn

Það hefur verið í tísku að undanförnu að klæðast rauðu frá toppi til táár. Margar konur hafa lífgað upp á febrúarmánuð og klæðst litnum. Það skiptir ekki máli hvort konurnar séu tískugyðjur eða eigi heima á Bessastöðum. Rautt er fyrir alla. 

Eliza, Saga Sig, Beyoncé og Sunneva með sama stílinn

Fatastíllinn | 25. febrúar 2024

Eliza Reid, Saga Sig, Beyoncé og Sunneva Eir eru flottar …
Eliza Reid, Saga Sig, Beyoncé og Sunneva Eir eru flottar í rauðu. Samsett mynd

Það hefur verið í tísku að undanförnu að klæðast rauðu frá toppi til táár. Margar konur hafa lífgað upp á febrúarmánuð og klæðst litnum. Það skiptir ekki máli hvort konurnar séu tískugyðjur eða eigi heima á Bessastöðum. Rautt er fyrir alla. 

Það hefur verið í tísku að undanförnu að klæðast rauðu frá toppi til táár. Margar konur hafa lífgað upp á febrúarmánuð og klæðst litnum. Það skiptir ekki máli hvort konurnar séu tískugyðjur eða eigi heima á Bessastöðum. Rautt er fyrir alla. 

Eliza Reid

Eliza Reid forsetafrú er alltaf fallega til fara. Þegar hún smakkaði köku ársins á Bessastöðum á dögunum var hún í fallegri rauðri dragt. Hún hefur sýnt það í gegnum tíðina að hún er óhrædd að klæðast litum. 

Eliza Reid var í rauðri dragt á Bessastöðum.
Eliza Reid var í rauðri dragt á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Saga Sig

Ljósmyndarinn Saga Sig er ein best klædda kona landsins. Hún birti mynd af sér á Instagram nýlega þar sem hún var í öllu rauðu. Hún var í rauðum buxum og skyrtu og yfir var hún í fallegum rauðum loðfeldi.

View this post on Instagram

A post shared by Saga Sig (@sagasig)

Beyoncé

Tónlistarkonan Beyoncé er ein þeirra sem féll fyrir rauða stílnum á dögunum. Hún klæddist síðri rauðri kápu, var í rauðum bol, í rauðu pilsi, rauðum hælaskóm og til þess að toppa allt var hún með rauðan kúrekahatt. 

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce)

Sunneva Eir

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir er alltaf með puttana á púlsinum. Hún klæddi sig í rautt dress nýlega þegar hún fagnaði ekki Valentínusardeginum heldur vinkonudeginum en dagurinn er oft haldinn hátíðlegur 13. febrúar. 

mbl.is