Grásleppuveiðum flýtt og hefjast á föstudag

Grásleppuveiðar | 26. febrúar 2024

Grásleppuveiðum flýtt og hefjast á föstudag

Grásleppuveiðar hefjast föstudaginn 1. mars, sem er mun fyrr en venja er. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð þess efnis sem staðgengill matvælaráðherra.

Grásleppuveiðum flýtt og hefjast á föstudag

Grásleppuveiðar | 26. febrúar 2024

Grásleppubátar geta hafið veiðar mun fyrr en áður. Þetta gæti …
Grásleppubátar geta hafið veiðar mun fyrr en áður. Þetta gæti bætt möguleika til þátttöku í sölu hrogna til Danmerkur. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Grásleppuveiðar hefjast föstudaginn 1. mars, sem er mun fyrr en venja er. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð þess efnis sem staðgengill matvælaráðherra.

Grásleppuveiðar hefjast föstudaginn 1. mars, sem er mun fyrr en venja er. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð þess efnis sem staðgengill matvælaráðherra.

Ákvörðunin kemur í kjölfar beiðni Landssambands smábátaeigenda (LS) um að flýta upphafsdegi veiðanna. Hafði sambandið sent matvælaráðuneytinu bréf í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að grásleppuveiðar myndu hefjast fyrr.

„Megin ástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum og fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað,“ sagði í bréfinu.

Vonir eru um að geta selt hrogn grásleppunar á dönskum …
Vonir eru um að geta selt hrogn grásleppunar á dönskum markaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrar breytingar á veiðum

Á vef sínum vekur LS athygli á því að í reglugerðinni eru nokkrar breytingar frá fyrri tilhögun veiðanna.

Hvert veiðileyfi er gefið út til 25 samfelldra veiðidaga en í nýju reglugerðinni er hver löndun talin sem einn dagur og dregst þannig frá samfelldum dögum.

Þá er skylt að draga grásleppunet eigi síðar en tveimur sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó. Skulu net dregin upp og geymd ef útlit er fyrir að ekki sé hægt að draga næstu tvo sólarhringa. Jafnframt er óheimilt að vera með fleiri net í sjó en svo að hægt sé að draga þau upp í einni veiðiferð.

Enn eru grásleppuveiðar leyfisskyldar en fyrir Alþingi liggur frumvarp um kvótasetningu veiðanna. Ekki er ljóst hvenær eða hvort frumvarpið fæst afgreitt, en litlar líkur eru á að frumvarpið hafi áhrif á grásleppuveiðar á þessu ári.

mbl.is