Þrír sviptir leyfi það sem af er ári

Eftirlit með veiðum | 27. febrúar 2024

Þrír sviptir leyfi það sem af er ári

Fiskistofa hefur svipt þrjá báta veiðileyfi tímabundið frá áramótum og er ástæðan brottkast í öllum tilvikum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Þrír sviptir leyfi það sem af er ári

Eftirlit með veiðum | 27. febrúar 2024

Fiskistofa hefur svipt þrjá báta um veiðileyfi vegna brottkasts það …
Fiskistofa hefur svipt þrjá báta um veiðileyfi vegna brottkasts það sem af er ári. Tveir þeirra hafa áður verið sviptir veiðileyfi. mbl.is/RAX

Fiskistofa hefur svipt þrjá báta veiðileyfi tímabundið frá áramótum og er ástæðan brottkast í öllum tilvikum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Fiskistofa hefur svipt þrjá báta veiðileyfi tímabundið frá áramótum og er ástæðan brottkast í öllum tilvikum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Var Fálkatindur NS-99 sviptur leyfi til veiða í fjórtán daga frá útgáfu næsta leyfis til grásleppuveiða, en bátarnir Hrönn NS-50 og Skáley SH-300 voru sviptir leyfi til strandveiða í eina viku. Er þetta önnur veiðileyfissvipting Fálkatinds og Hrannar á undanförnum tveimur árum.

Brot Fálkatinds sneru að þessu sinni að brottkasti á aðeins sex fiskum 5. maí 2023 þegar báturinn var á grásleppuveiðum, en brotið átti sér stað áður en ítrekunaráhrif fyrri veiðileyfissviptingar runnu út. „Að mati Fiskistofu eru ítrekunartengsl brota í fyrri ákvörðun og því málið sem nú er til meðferðar fullnægjandi, enda um sams konar brot að ræða,“ segir í ákvörðun Fiskistofu.

Hinn 30. mars 2022 hafði áhöfnin verið staðin að brottkasti á 16 þorskum er báturinn var á grálseppuveiðum, en ítrekunaráhrif ákvarðana Fiskistofu gilda í tvö ár. Var Fálkatindur þá sviptur veiðileyfi í viku frá og með upphafsdegi veiðitímabils grásleppuveiða árið 2023.

Drónar Fiskistofu hafa fylgst með bátum undanfarin ár.
Drónar Fiskistofu hafa fylgst með bátum undanfarin ár. mbl.is/Árni Sæberg

Hrönn var veiðileyfissvipt í byrjun febrúar fyrir brottkast á aðeins fimm þorskum 3. maí 2023. „Að mati Fiskistofu er um bein ásetningsbrot skipstjóra að ræða og brotin því ámælisverð þó þau teljist ekki meiriháttar,“ segir í ákvörðun stofnunarinnar.

Síðast var Hrönn veiðileyfissvipt 2023 en þá í eina viku, frá 19. júní til og með 25. júní vegna tveggja mála. Annars vegar vegna brottkasts á 14 þorskum og einum skarkola 25. mars 2023 og 26 þorskum og þremur skarkolum 28. mars sama ár.

mbl.is