„Er ég að halda of mikið á barninu mínu?“

Uppeldisráð | 28. febrúar 2024

„Er ég að halda of mikið á barninu mínu?“

Ljósmóðirin Helga Reynisdóttir heldur úti Instagram-reikningi þar sem hún fræðir fólk um ýmislegt sem við kemur barneignum og uppeldi. Á dögunum birti hún færslu þar sem hún svaraði algengri spurningu: „Er ég að halda of mikið á barninu mínu?“

„Er ég að halda of mikið á barninu mínu?“

Uppeldisráð | 28. febrúar 2024

Ljósmóðirin Helga Reynisdóttir svarar algengri spurningu.
Ljósmóðirin Helga Reynisdóttir svarar algengri spurningu. Ljósmynd/Unsplash/Kristina Paukshtite

Ljósmóðirin Helga Reynisdóttir heldur úti Instagram-reikningi þar sem hún fræðir fólk um ýmislegt sem við kemur barneignum og uppeldi. Á dögunum birti hún færslu þar sem hún svaraði algengri spurningu: „Er ég að halda of mikið á barninu mínu?“

Ljósmóðirin Helga Reynisdóttir heldur úti Instagram-reikningi þar sem hún fræðir fólk um ýmislegt sem við kemur barneignum og uppeldi. Á dögunum birti hún færslu þar sem hún svaraði algengri spurningu: „Er ég að halda of mikið á barninu mínu?“

„Börnin okkar fæðast mjög háð okkur. Sennilegast er það vegna þess að við fórum að ganga upprétt sem að veldur því að börnin okkar fæðast heldur óþroskaðri heldur afkvæmi annarra spendýra, vegna smæðar grindarinnar okkar. Ef við myndum fæða börnin okkar á svipuðum stað og aðrir prímatar yrði meðgangan okkar 20 mánuðir! Vegna þessa er taugakerfi barnsins í miklum vexti fyrsta/u árin, höfuðið til dæmis er búið að ná 90% af stærð fullorðins einstaklings við 2 ára aldur.

Vegna þess hversu viðkvæm þau eru, eru þau algjörlega háð okkur, háð okkur til að verða þeim úti um næringu, ást, hlýju og öryggi. Þetta er eitthvað sem þau fá í nánd við foreldra sína og fjölskyldu. Rannsóknir sýna að börn sem fá þessa réttu næringu í upphafi lífsins eða á 4 trimesterinu eru betur í stakk búin til að takast á við lífið.

Það er því til mikils að vinna að veita þeim nóga ást og snertingu. Ef þér líður illa andlega og þér finnst þú ekki gets veitt barninu þínu þessa næringu skiptir miklu máli að leita hjálpar hjá heilbrigðisstarfólki og fá aðstoð.“

mbl.is