Grammyverðlaunahafinn og kántrí-stjarnan Brad Paisley er staddur á Íslandi um þessar mundir, en hann hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu í gær við góðar undirtektir.
Grammyverðlaunahafinn og kántrí-stjarnan Brad Paisley er staddur á Íslandi um þessar mundir, en hann hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu í gær við góðar undirtektir.
Grammyverðlaunahafinn og kántrí-stjarnan Brad Paisley er staddur á Íslandi um þessar mundir, en hann hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu í gær við góðar undirtektir.
Svo virðist sem langþráður draumur margra hafi ræst þegar kántrí-stjarnan steig á svið, en það var þó einn aðdáandi sem fékk annan draum uppfylltan þegar Paisley tók símann hennar og smellti „selfie“ af þeim saman.
„Þessi yndislegu maður Brad Paisley fékk símann minn að láni og breytti þegar mögnuðum tónleikum í ógleymanlega upplifun. Einhver hlýtur að hafa haft samband við hann, því hann byrjaði ekki bara á því að taka uppáhaldslagið mitt, en það var fyrsta lagið sem ég heyrði með honum og gerði mig að aðdáanda fyrir mörgum árum, plús það að ég elskaði öll hin lögin sem hann spilaði (taktu líka eftir því hversu vel ég myndast ... ég er ekki slök). Vinsamlegast komdu aftur fljótlega herra Paisley og taktu með þér fleiri vini!“ skrifaði Þorgerður María Halldórsdóttir við skemmtilega mynd af þeim.
Paisley gaf út sína fyrstu plötu árið 1999, Who Needs Pictures, og hefur síðan þá gefið út þrettán breiðskífur. Hann er í dag ein stærsta stjarna kántrítónlistarinnar og hefur unnið til fjölda verðlauna á undanförnum tuttugu árum, þar á meðal eru þrenn Grammyverðlaun. Þá hefur Paisley einnig skrifað lög fyrir Pixar kvikmyndaseríuna Bílar (e. Cars).
Paisley gaf nýverið út plötuna Son Of The Mountains og hóf í kjölfarið Evróputúr í Reykjavík, en þetta er tíunda tónleikaferðalag söngvarans.
Frá Reykjavík fer hann til Zürich í Sviss og þaðan til Rotterdam í Hollandi, Berlín í Þýskalandi, Stokkhólms í Svíþjóð, Osló í Noregi, Glasgow í Skotlandi, Lundúna í Englandi og endar svo túrinn í Belfast á Norður-Írlandi þann 10. mars.