5 bestu norðurljósastaðir heims

Á Grænlandi | 29. febrúar 2024

5 bestu norðurljósastaðir heims

Norðurljósin hafa mikið aðdráttarafl og eru ferðalangar oft tilbúnir að ferðast langar leiðir til þess að líta þau augum. Ferðavefur Travel and Leisure tók saman lista yfir bestu norðurljósastaði heims. 

5 bestu norðurljósastaðir heims

Á Grænlandi | 29. febrúar 2024

Á listanum eru bestu norðurljósastaðir heims!
Á listanum eru bestu norðurljósastaðir heims! Samsett mynd

Norðurljósin hafa mikið aðdráttarafl og eru ferðalangar oft tilbúnir að ferðast langar leiðir til þess að líta þau augum. Ferðavefur Travel and Leisure tók saman lista yfir bestu norðurljósastaði heims. 

Norðurljósin hafa mikið aðdráttarafl og eru ferðalangar oft tilbúnir að ferðast langar leiðir til þess að líta þau augum. Ferðavefur Travel and Leisure tók saman lista yfir bestu norðurljósastaði heims. 

Fairbanks, Alaska

Fairbanks í Alaska liggur beint undir norðurljósakraga sem þýðir að frá ágústmánuði til loka aprílmánaðar fær bærinn reglulega magnaða ljósasýningu. Mestu líkurnar á því að sjá norðurljósin eru á milli klukkan 11:00 og 02:00.

Yfir vetrarmánuðina er ekki óalgengt að sjá norðurljós í Alaska.
Yfir vetrarmánuðina er ekki óalgengt að sjá norðurljós í Alaska. Ljósmynd/Unsplash/Taylor Murphy

Noregur

Íbúar í Noregi kippa sér ekki upp við norðurljósasýningar, sérstaklega ekki á Svalbarða þar sem svokölluð pólnótt, eða eilíft myrkur, er frá miðjum nóvember til febrúar. Svalbarði er jafnframt eini byggði staðurinn þar sem þú getur séð norðurljós á daginn. Tromsø í Norður-Noregi er einnig góður norðurljósastaður, en bærinn er undir norðurljósakraga.

Það er ekki skortur á góðum norðurljósastöðum í Noregi.
Það er ekki skortur á góðum norðurljósastöðum í Noregi. Ljósmynd/Unsplash/Johny Goerend

Finnland

Lappland í Finnlandi, norður við heimskautabauginn, er stórkostlegur staður til að upplifa norðurljós. Norðurljósin birtast að meðaltali yfir 200 nætur á ári, svo líkurnar á því að upplifa norðurljós þar eru ansi góðar. 

Finnland er sannkölluð norðurljósaparadís.
Finnland er sannkölluð norðurljósaparadís. Ljósmynd/Unsplash/Lucas Marcomini

Grænland

Lítil ljósmengun og gott skyggni á mörgum stöðum í Grænlandi gerir það að verkum að miklir möguleikar eru á að upplifa norðurljósin. Í Kangerlussuaq eru um það bil 300 heiðskýrar nætur yfir árið sem eru kjöraðstæður fyrir norðurljósasýningu. 

Á Grænlandi er gott skyggni fyrir norðurljós á mörgum stöðum.
Á Grænlandi er gott skyggni fyrir norðurljós á mörgum stöðum. Ljósmynd/Unsplash/Mads Schmidt Rasmussen

Ísland

Ísland laðar að sér fjölda ferðamanna á ári hverju sem halda í vonina um að sjá norðurljósadans. Í greininni er sérstaklega mælt með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið til þess að sjá bestu norðurljósin. Þá eru tvö hótel nefnd þar sem gott er að sjá norðurljós, annars vegar Hótel Rangá og hins vegar Ion Adventure hótelið.

Sjónarspilið er oft töfrandi í Kanada.
Sjónarspilið er oft töfrandi í Kanada. Ljósmynd/Unsplash/Bill Allen
Ísland er að sjálfsögðu á listanum!
Ísland er að sjálfsögðu á listanum! Ljósmynd/Unsplash/Luke Stackpoole
mbl.is