Uppljóstrari umboðsmanns hundeltur

Húsleit hjá Samherja | 1. mars 2024

Uppljóstrari umboðsmanns hundeltur

Einn af lykilmönnum gjaldeyriseftirlits Seðlabankann gerðist uppljóstrari hjá umboðsmanni Alþingis, en sérstakt lagaákvæði er um uppljóstrara og vernd þeirra í lögum um umboðsmann. Uppljóstrarinn er Hreiðar Eiríksson sem stýrði húsleitinni hjá Samherja í höfuðstöðvunum á Akureyri. Hreiðar vissi að nafnleynd myndi ekki gagnast. Það yrði alltaf vitað hver í hlut ætti. En engu að síður nýtur hann þeirrar verndar sem lagagreinin kveður á um.

Uppljóstrari umboðsmanns hundeltur

Húsleit hjá Samherja | 1. mars 2024

Einn af lykilmönnum gjaldeyriseftirlits Seðlabankann gerðist uppljóstrari hjá umboðsmanni Alþingis, en sérstakt lagaákvæði er um uppljóstrara og vernd þeirra í lögum um umboðsmann. Uppljóstrarinn er Hreiðar Eiríksson sem stýrði húsleitinni hjá Samherja í höfuðstöðvunum á Akureyri. Hreiðar vissi að nafnleynd myndi ekki gagnast. Það yrði alltaf vitað hver í hlut ætti. En engu að síður nýtur hann þeirrar verndar sem lagagreinin kveður á um.

Einn af lykilmönnum gjaldeyriseftirlits Seðlabankann gerðist uppljóstrari hjá umboðsmanni Alþingis, en sérstakt lagaákvæði er um uppljóstrara og vernd þeirra í lögum um umboðsmann. Uppljóstrarinn er Hreiðar Eiríksson sem stýrði húsleitinni hjá Samherja í höfuðstöðvunum á Akureyri. Hreiðar vissi að nafnleynd myndi ekki gagnast. Það yrði alltaf vitað hver í hlut ætti. En engu að síður nýtur hann þeirrar verndar sem lagagreinin kveður á um.

Björn Jón Bragason sem hefur sent frá sér bókina Seðlabankinn gegn Samherja – Eftirlit eða eftirför? Er gestur Dagmála Morgunblaðsins og mbl.is í dag.

Höfundurinn segist ekki vita til þess að áður eða síðar hafi einstaklingur gerst uppljóstrari hjá umboðsmanni. „Mér finnst ógnvænlegt en hann lýsir því hvernig hann hafi verið hundeltur og hrakinn úr starfi annars staðar í stjórnsýslunni í kjölfarið,“ upplýsir Björn Jón. Hann segir að Hreiðar hafi jafnframt sætt hótunum og hann veltir fyrir sér hvers virði þessi vernd uppljóstrara sé í raun og veru.

Það er stór undarlegt, segir Björn Jón að meðal annars hafi hann verið hundeltur af fjölmiðlamönnum sem hafi bæði mátt þekkja rétt uppljóstrara og verið sjálfir að umgangast annan einstakling sem var uppljóstrari í tengslum við hið svokallaða Namibíumál.

Björn Jón segir að Hreiðar hafi kosið að segja sannleikann í málinu þó að hann hafi mögulega vitað að því fylgdu afleiðingar. Í bókinni kemur fram að Hreiðar hafi fengið hótanir sem staðið var við og hann hrökklaðist úr starfi. Hann vinnur nú sjálfstætt en segir í bókinni að sér kæmi ekki á óvart að ný hrina áreitis hæfist í kjölfar útkomu bókarinnar.

Björn Jón Bragason ræðir þennan þátt Samherjamálsins í viðtalsbrotinu sem fylgir fréttinni en þáttinn í heild sinni geta áskrifendur nálgast.

mbl.is