Skúffukaka Andreu fyrir helgarkaffið

Uppskriftir | 2. mars 2024

Skúffukaka Andreu fyrir helgarkaffið

Bestu samverustundir fjölskyldunnar eru langoftast um helgar og þá er svo gaman að baka saman og njóta. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er iðin við að birta fjölskylduvænar uppskriftir og ekki síst fyrir draga upp gamlar og góðar fjölskylduuppskriftir og glæða þær nýju lífi.

Skúffukaka Andreu fyrir helgarkaffið

Uppskriftir | 2. mars 2024

Þessi skúffukaka á eftir að gleðja marga um helgina.
Þessi skúffukaka á eftir að gleðja marga um helgina. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Bestu samverustundir fjölskyldunnar eru langoftast um helgar og þá er svo gaman að baka saman og njóta. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er iðin við að birta fjölskylduvænar uppskriftir og ekki síst fyrir draga upp gamlar og góðar fjölskylduuppskriftir og glæða þær nýju lífi.

Bestu samverustundir fjölskyldunnar eru langoftast um helgar og þá er svo gaman að baka saman og njóta. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er iðin við að birta fjölskylduvænar uppskriftir og ekki síst fyrir draga upp gamlar og góðar fjölskylduuppskriftir og glæða þær nýju lífi.

„Ég elska að fá að birta gamlar góðar fjölskylduuppskriftir líkt og þessa hér. Um daginn vorum við að ræða skúffukökur og sendi Andrea vinkona mín mér í framhaldinu þessa uppskrift hér og ég gat ekki beðið með að prófa hana,“ segir Berglind og bætir við að hún hafi breytt nafninu í skúffuköku Andreu í stað þess skúffu Maggýjar eins og hún heitir í bókum Andreu.

Sumar kökur eru bara bestar með ískaldri mjólk.
Sumar kökur eru bara bestar með ískaldri mjólk. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Skúffukaka Andreu

  • 380 g hveiti
  • 470 g sykur
  • 50 g bökunarkakó
  • 1 tsk. matarsódi/natron
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. kanill
  • 1 tsk. salt
  • 250 ml súrmjólk
  • 200 g brætt smjörlíki/smjör
  • 80 ml heitt vatn
  • 2 egg

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 170°C og smyrjið skúffukökuform vel að innan með smjöri. Einnig má setja þessa uppskrift í ofnskúffu en þá verður hún töluvert þynnri og kremlagið líka en það er líka mjög gott.
  2. Hrærið allt saman í hrærivélarskálinni þar til vel blandað og bakið í 35-38 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
  3. Kælið kökuna og útbúið síðan á hana kremið.

Súkkulaðikrem

  • 450 g flórsykur
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 90 g smjörlíki/smjör (brætt)
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 5 msk. uppáhellt kaffi

Aðferð:

  1. Allt pískað saman þar til slétt súkkulaðikrem hefur myndast, smyrjið yfir kökuna og skreytið með kókosmjöli ef þið viljið.
  2. Berið kökuna síðan fram með ískaldri mjólk, passar svo vel saman.
mbl.is