Atli og Anna Bergmann orðin hjón

Brúðkaup | 4. mars 2024

Atli og Anna Bergmann orðin hjón

Anna Bergmann, markaðsstjóri og áhrifavaldur, og Atli Bjarnason eru orðin hjón. Þau gengu í það heilaga í Fríkirkjunni í Reykjavík á fallegum og sólríkum degi þann 2. mars. 

Atli og Anna Bergmann orðin hjón

Brúðkaup | 4. mars 2024

Atli Bjarnason og Anna Bergmann eru orðin hjón!
Atli Bjarnason og Anna Bergmann eru orðin hjón! Skjáskot/Instagram

Anna Bergmann, markaðsstjóri og áhrifavaldur, og Atli Bjarnason eru orðin hjón. Þau gengu í það heilaga í Fríkirkjunni í Reykjavík á fallegum og sólríkum degi þann 2. mars. 

Anna Bergmann, markaðsstjóri og áhrifavaldur, og Atli Bjarnason eru orðin hjón. Þau gengu í það heilaga í Fríkirkjunni í Reykjavík á fallegum og sólríkum degi þann 2. mars. 

Hjónin birtu fallega mynd af sér við Tjörnina í dásamlegu veðri með yfirskriftinni: „02.03.24. Giftum okkur í dag með okkar allra nánustu og hlökkum til veisluhalda síðar.“ Anna birti svo aðra færslu með fallegri myndaröð frá deginum. 

Eiga von á sínu öðru barni saman

Anna og Atli kynntust sumarið 2019 þegar Anna kom í stutta heimsón til Íslands, en þá var hún búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún stundaði nám.

Þau eiga nú von á sínu öðru barni saman, en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman í ársbyrjun 2022, Mána, en Atli á tvö börn úr fyrra sambandi, þau Breka og Sunnu. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is