Bræður með fyrstu grásleppuna í Eyjafirði

Grásleppuveiðar | 4. mars 2024

Bræður með fyrstu grásleppuna í Eyjafirði

Það voru þeir Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir sem lönduðu fyrstu grásleppunni í Eyjafirði þessa vertíð. Komu þeir til hafnar í gær á Dalborginni EA-317 með 740 kíló af grálseppu.

Bræður með fyrstu grásleppuna í Eyjafirði

Grásleppuveiðar | 4. mars 2024

Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir með fyrsta grásleppuaflann á vertíðinni
Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir með fyrsta grásleppuaflann á vertíðinni mbl.is/Þorgeir

Það voru þeir Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir sem lönduðu fyrstu grásleppunni í Eyjafirði þessa vertíð. Komu þeir til hafnar í gær á Dalborginni EA-317 með 740 kíló af grálseppu.

Það voru þeir Björn, Snorri og Baldur Snorrasynir sem lönduðu fyrstu grásleppunni í Eyjafirði þessa vertíð. Komu þeir til hafnar í gær á Dalborginni EA-317 með 740 kíló af grálseppu.

Auk gráslepu fékkst í grásleppunetið 131 kíló af þorski, 13 kíló af rauðmaga, 7 kíló af skarkola og 2 kíló af steinbít, samkvæmt skráningu Fiskistofu. Að lokinni löndun var aflinn seldur á Fiskmarkaði Norðurlands.

Vertíðin hófst föstudaginn 1. mars en það er óvenju snemma. Viku fyrir start var tilkynnt að upphfasdegi veiða yrði flýtt um tæplega þrjár vikur.

Dalborg EA 317
Dalborg EA 317 mbl.is/Þorgeir
Baldur og Snorri hífa fyrsta karið í Dalvíkurhöfn.
Baldur og Snorri hífa fyrsta karið í Dalvíkurhöfn. mbl.is/Þorgeir
mbl.is