Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þurfti að fresta þingfundi eftir að sauð upp úr á þingpöllum Alþingis á sama tíma og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýtt útlendingafrumvarp.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þurfti að fresta þingfundi eftir að sauð upp úr á þingpöllum Alþingis á sama tíma og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýtt útlendingafrumvarp.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þurfti að fresta þingfundi eftir að sauð upp úr á þingpöllum Alþingis á sama tíma og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýtt útlendingafrumvarp.
Karlmaður hékk utan á handriði þingpallsins og virtist hóta því að hoppa niður.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, deildi myndbandi af atvikinu á facebook.
„Hælisleitendur gerðu aðsúg, hróp og köll af þingpöllum í upphafi umræðunnar um breytingar á lögum um útlendinga. Í kjölfarið hefur þingfundi verið frestað í nokkrar mínútur enda fólk slegið yfir látunum,“ skrifaði Ásmundur á facebook.
Guðrún var nýbyrjuð að ræða frumvarp sitt um málefni útlendinga þegar fundurinn var truflaður. Hún gerði þá hlé á fundinum á meðan komið væri á ró í húsinu.