Sjaldgæfar bætur í myglumáli

Mygla í húsnæði | 4. mars 2024

Sjaldgæfar bætur í myglumáli

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækið DK hugbúnað ehf. og tryggingafélagið VÍS til að greiða konu sem vann hjá DK hugbúnaði skaðabætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna myglu. Fyrirtækið var með skrifstofur í Orkuveituhúsinu sem var illa farið af myglu.

Sjaldgæfar bætur í myglumáli

Mygla í húsnæði | 4. mars 2024

Konan var útsett fyrir myglu í Orkuveituhúsinu.
Konan var útsett fyrir myglu í Orkuveituhúsinu. mbl.is/sisi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækið DK hugbúnað ehf. og tryggingafélagið VÍS til að greiða konu sem vann hjá DK hugbúnaði skaðabætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna myglu. Fyrirtækið var með skrifstofur í Orkuveituhúsinu sem var illa farið af myglu.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækið DK hugbúnað ehf. og tryggingafélagið VÍS til að greiða konu sem vann hjá DK hugbúnaði skaðabætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna myglu. Fyrirtækið var með skrifstofur í Orkuveituhúsinu sem var illa farið af myglu.

Björgvin Þórðarson, lögmaður hjá Bótarétti, flutti málið fyrir hönd konunnar. Hann segir málið merkilegt vegna þess að skaðabótaábyrgð fyrirtækisins var viðurkennd fyrir dómi en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gerist í máli sem þessu.

Aðspurður hvers vegna skaðabótaábyrgð hafi verið niðurstaðan segir hann að í þessu máli, ólíkt öðrum svipuðum málum, lágu fyrir sannanir um orsakatengsl myglu í húsnæðinu og veikinda konunnar. „Það hefur verið fyrsti hjallinn sem þarf að yfirstíga í málum sem þessum. Svo tekur við að sýna fram á ábyrgð vinnuveitenda,“ bætir hann við.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is