Sunneva og Patrekur ráðherrar í nýju ráðuneyti

Poppkúltúr | 4. mars 2024

Sunneva og Patrekur ráðherrar í nýju ráðuneyti

Nýjasta ráðuneyti þjóðarinnar, Vandamálaráðuneytið, skorar á landsmenn sem og áhrifavalda landsins til að skapa efni á íslensku fyrir samfélagsmiðla. Sitjandi ráðherrar Vandamálaráðuneytisins, Sunneva Eir Einarsdóttir og Patrekur Jaime, eru í aðalhlutverki í nýju kynningarmyndbandi þar sem þau ræða meðal annars um mikilvægi þess að vernda íslenskuna. 

Sunneva og Patrekur ráðherrar í nýju ráðuneyti

Poppkúltúr | 4. mars 2024

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Nýj­asta ráðuneyti þjóðar­inn­ar, Vanda­málaráðuneytið, skor­ar á lands­menn sem og áhrifa­valda lands­ins til að skapa efni á ís­lensku fyr­ir sam­fé­lags­miðla. Sitj­andi ráðherr­ar Vanda­málaráðuneyt­is­ins, Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir og Pat­rek­ur Jaime, eru í aðal­hlut­verki í nýju kynn­ing­ar­mynd­bandi þar sem þau ræða meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að vernda ís­lensk­una. 

    Nýj­asta ráðuneyti þjóðar­inn­ar, Vanda­málaráðuneytið, skor­ar á lands­menn sem og áhrifa­valda lands­ins til að skapa efni á ís­lensku fyr­ir sam­fé­lags­miðla. Sitj­andi ráðherr­ar Vanda­málaráðuneyt­is­ins, Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir og Pat­rek­ur Jaime, eru í aðal­hlut­verki í nýju kynn­ing­ar­mynd­bandi þar sem þau ræða meðal ann­ars um mik­il­vægi þess að vernda ís­lensk­una. 

    Því hef­ur lengi verið haldið fram að ís­lensku­kunn­átta barna og ung­linga fari hrak­andi, enda ekki næg ís­lenska í um­hverfi þeirra. Vanda­málaráðuneytið ætl­ar að leysa þetta vanda­mál með skap­andi leik og er til mik­ils að vinna.

    Íslenskukunnátta er lykillinn að farsæld!
    Íslensku­kunn­átta er lyk­ill­inn að far­sæld! Sam­sett mynd

    Sunn­eva Eir og Pat­rek­ur Jaime fara á kost­um í þessu stór­skemmti­lega kynn­ing­ar­mynd­bandi þar sem þau minna unga fólkið á mik­il­vægi ís­lensk­unn­ar.

    „Viltu búa til stutt­mynd, semja söng­texta eða gera förðun­ar­kennslu­mynd­band? Þú gæt­ir líka búið til nýyrði, samið sögu eða búið til orðal­ista­verk. Þú mátt meira að segja kenna hamstr­in­um þínum að fara með ljóð. Hvað sem er – svo lengi sem það er á ís­lensku,” seg­ir á vefsíðu ráðuneyt­is­ins.

    Skila­frest­ur er til og með 26. mars.

    mbl.is