Tilkynningum um kynferðisbrot fækkar

Kynferðisbrot | 4. mars 2024

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkar

Tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu voru 521 talsins á síðasta ári, eða 15% færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.  

Tilkynningum um kynferðisbrot fækkar

Kynferðisbrot | 4. mars 2024

Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar …
Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu. Ljósmynd/Colourbox

Tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu voru 521 talsins á síðasta ári, eða 15% færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.  

Tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu voru 521 talsins á síðasta ári, eða 15% færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.  

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra.

Á árinu 2018 voru brotin 570 og fjölgaði þannig um 18% frá árinu á undan. Málin voru yfir 600 árin 2019, 2021 og 2022 en fjöldi mála hjá lögreglu var almennt lægri fyrir þann tíma.

Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu.

Lögreglan skráir bæði hvenær kynferðisbrotið átti sér stað og hvenær það var tilkynnt til lögreglu, þar sem í sumum málum líður langur tími frá því að brot á sér stað þar til það er tilkynnt til lögreglu. 

Tilkynnt um 184 nauðganir í fyrra

Í fyrra var þannig tilkynnt um 184 nauðganir til lögreglu og þar af 121 sem átti sér stað á árinu. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. 

Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þannig eru konur 84% brotaþola en karlar 95% grunaðra í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur er milli brotaþola og grunaðra. Um 45% brotaþola eru undir 18 ára aldri í öllum kynferðisbrotum en 13% grunaðra eru undir 18 ára aldri. 

102 kynferðisbrot gegn börnum 

Alls var tilkynnt um 102 kynferðisbrot gegn börnum. Samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára voru tilkynnt mál 20% færri. Tilkynningar um barnaníð voru 38, sem er 21% fjölgun slíkra tilkynninga frá meðaltali síðustu þriggja ára þar á undan.  

Árið 2023 var gerandinn óþekktur í 14% brotanna. Þegar greint var nánar í hvers konar kynferðisbrotum ekki var hægt að gera grein fyrir geranda mátti sjá að það var algengast í nauðgunum, eða í 20 nauðgunum sem tilkynntar voru lögreglu á síðasta ári.  

mbl.is