Nóttin: Inga Lind og Eiður Smári í stemningu

Hverjir voru hvar | 5. mars 2024

Nóttin: Inga Lind og Eiður Smári í stemningu

Einn helsti galli Nóttarinnar er hvað hún getur verið óskaplega áhrifagjörn á köflum. Eftir að hafa mætt nokkrum sinnum í leikfimi var hún staðráðin í því taka heilsuna upp á stig tvö og fara á safakúr. Það var eftir að Nóttin mætti í hádegisteiti til Tobbu Marinós á Lemon. Þar voru allir svo frísklegir að Nóttin labbaði út með nokkurra daga birgðir af djúsum. Nú skyldi nýtt líf hefjast.

Nóttin: Inga Lind og Eiður Smári í stemningu

Hverjir voru hvar | 5. mars 2024

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. Sóley Kristjánsdóttir. Eiður Smári …
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. Sóley Kristjánsdóttir. Eiður Smári Guðhjonsen. Inga Lind Karlsdóttir. Vítalía Lazareva. Arnar Grant.

Einn helsti galli Nóttarinnar er hvað hún getur verið óskaplega áhrifagjörn á köflum. Eftir að hafa mætt nokkrum sinnum í leikfimi var hún staðráðin í því taka heilsuna upp á stig tvö og fara á safakúr. Það var eftir að Nóttin mætti í hádegisteiti til Tobbu Marinós á Lemon. Þar voru allir svo frísklegir að Nóttin labbaði út með nokkurra daga birgðir af djúsum. Nú skyldi nýtt líf hefjast.

Einn helsti galli Nóttarinnar er hvað hún getur verið óskaplega áhrifagjörn á köflum. Eftir að hafa mætt nokkrum sinnum í leikfimi var hún staðráðin í því taka heilsuna upp á stig tvö og fara á safakúr. Það var eftir að Nóttin mætti í hádegisteiti til Tobbu Marinós á Lemon. Þar voru allir svo frísklegir að Nóttin labbaði út með nokkurra daga birgðir af djúsum. Nú skyldi nýtt líf hefjast.

Fimmtudagurinn byrjaði á selleríssafanum hennar Tobbu á Lemon og allt gekk vel en svo dundi ógæfan yfir. Áður en Nóttin vissi af var hún búin að drekka þrjú hvítvínsglös í Hafnartorgi Gallery lúxusmathöllinni við Austurbakka. Þar var einn besti klæddi maður landsins, Greipur Gíslason í góðu stuði og líka Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari. Þar voru líka athafnakonurnar Karitas Kjartansdóttir og Heiða Lára Aðalsteinsdóttir. Klara Thorarensen einn af eigendum Heimahússins var ofurlekker með stóra Chloé tösku en með í för voru börnin hennar. Þar á meðal Dagur Óttarsson og Helen Málfríður Óttarsdóttir fyrirsæta sem starfar mikið erlendis.

Helen Málfríður Óttarsdóttir.
Helen Málfríður Óttarsdóttir.

Nóttin var búin að steingleyma að hún hefði lagt bílnum sínum í bílakjallaranum undir lúxusmathöllinni þegar hún skakklappaðist yfir á hverfisbarinn Kjarval. Þar var Birgir Jónsson forstjóri Play í fantagóðu formi en þar var líka Ragnar Þórisson viðskiptamaður. Augljóst var að þeir voru ekki á leið heim þegar Kjarval lokaði. 

Ragnar Þórisson.
Ragnar Þórisson.

Það er fátt meiri skellur en að vakna þunn á föstudegi og ennþá meiri skellur að vakna í ókunnri íbúð við Hverfisgötu. Nóttin tók laumuna út, setti á sig risastór Celine sólgleraugu og batt ullarkápuna þéttingsfast utan um sig áður en hún arkaði vandræðalega af stað niður á Hafnartorg að sækja drossíuna. Nóttin var orðin allt of sein á stöðufund á lögmannsstofunni og pabbi hefur verið erfiður upp á síðkastið. Hlutabréfin öll rauð! Bömmer. Hún opnaði skottið á drossíunni, fann íþróttatöskuna og leið eins og hún hefði dottið í lukkupottinn. Þar var bæði snyrtidótið hennar og aukaföt - sem hún var búin að steingleyma að hún ætti. Nóttin fann líka hálfdrukkinn rauðrófusafa frá Tobbu og skellti honum í sig. Nóttin farðaði yfir andlit gærdagsins á öllum rauðum ljósum sem urðu á vegi hennar og leit næstum því út fyrir að vera útsofin og óþunn þegar hún mætti loksins. Það var líka eins gott því pabbi var með pantað borð á laxveiðihátíðinni sem fram fór í Sjálfsstæðissalnum á Nasa. Nóttin var búin að panta förðun hjá Elínu Reynis svo hún yrði næstum því jafnsæt og Inga Lind á laxveiðiveislunni. 

Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Nóttin mætti glerfín á laxveiðisamkomuna í Annete-kjólnum frá Stine Goya sem rann óvart ofan í innkaupakerruna í Andrá. Alveg ferlegt þegar svona verslanir bjóða upp á vín í boðum - þá gerist allskonar óvænt. Þar var Eiður Smári Guðjohnsen alveg syngjandi glaður og það var líka Inga Lind Karlsdóttir og Hrefna Rósa Sætran. Finnur Harðarson umsjónarmaður Stóru Laxár lét sig ekki vanta og heldur ekki Skúli Mogensen athafnamaður og stofnandi Wow air og unnusta hans, Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnuður. Jón Kaldal fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og besti vinur villta laxins var að sjálfsögðu á svæðinu og líka Vala Árnadóttir aflakló og Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og stuðdrottning. Nóttin hellti í sig áfengi en var þó á vaktinni því hún mundi ekki alveg heima hjá hverjum hún vaknaði um morguninn og var svona að reyna að gá hvort hann væri nokkuð í salnum. 

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Sóley Kristjánsdóttir.
Sóley Kristjánsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Laugardagurinn var lágskýjaður hjá Nóttinni. Það eina sem henni datt í hug að gera var að koma við í Álfaborg og kaup brasseruð blöndunartæki. Þar var einn heitasti piparsveinn Íslands, Árni Hauksson, í innkaupaferð. 

Árni Hauksson.
Árni Hauksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin var ennþá að jafna sig á fimmtudagskvöldinu á sunnudaginn. Hún var þó búin að lofa frænku sinni að fara með hana á fótboltamót í Kórnum og ekki gat hún svikið það. Hún fékk sér nokkrar hausverkjatöflur og tvö engiferskot. Í Kórnum var kærustuparið Arnar Grant og Vítal­ía Lazareva. Ekki er vitað hvort þau hafi mætt á útrásarjeppanum! 

Vítalía og Arnar Grant.
Vítalía og Arnar Grant. Samsett mynd

Eftir fótboltamótið fór Nóttin í miðbæinn og rölti þar um. Í Eymundsson á Skólavörðustíg var Ragnhildur Gísladóttir poppdíva og Birkir Kristinsson bankamaður og svo sást glitta í Sigmund Sigurðsson, hinn eina og sanna Simba hárgreiðslumeistara á Beautybarnum í Kringlunni. Hann var eins og klipptur út úr Euroman. Hvernig fer maðurinn að því að vera svona heitur? 

mbl.is