Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) og Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) hafa samþykkt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) og Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) hafa samþykkt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) og Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) hafa samþykkt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS.
VM samþykkti samninginn með 67,6% atkvæða en 31,3% greiddu atkvæði gegn samningnum. Kosningaþátttaka var um 64%.
SVG samþykkti samninginn með 56,4% atkvæða en 38,3% voru á móti. Kosningaþátttaka var 43.6%.
Í tilkynningu segir að breytingar hafi verið gerðar á samningnum frá því í febrúar í fyrra, en þá var hann felldur.
Þá segir að tímakaup hafi verið hækkað, gefið hefur verið aukið svigrúm til uppsagnar samningsins, skerpt hefur verið á réttarstöðu í tengslum við slysa- og veikindarétta þeirra sem ráðnir eru með tímabundinni ráðningu meðal annars.
„Við fögnum því að hafa nú gilda samninga við rúmlega 90% sjómanna á skipum fyrirtækja innan SFS. Það eykur fyrirsjáanleika sem tryggir hagsmuni okkar allra sem vinnum í þessari grein, ekki síst sjómannanna sjálfra,“ er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóri SFS í tilkynningu.