Theodór áfrýjar til Landsréttar

Kynferðisbrot | 5. mars 2024

Theodór áfrýjar til Landsréttar

Theo­dór Páll Theo­dórs­son, sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyr­ir nauðgan­ir og kyn­ferðis­brot, hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. 

Theodór áfrýjar til Landsréttar

Kynferðisbrot | 5. mars 2024

Ljósmynd/Colourbox

Theo­dór Páll Theo­dórs­son, sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyr­ir nauðgan­ir og kyn­ferðis­brot, hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. 

Theo­dór Páll Theo­dórs­son, sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyr­ir nauðgan­ir og kyn­ferðis­brot, hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. 

Þetta staðfestir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissóknari í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is. Rúv greindi fyrst frá.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sakfelldi Theo­dór í febrúar fyr­ir nauðgan­ir og kyn­ferðis­brot gegn barni yngra en 15 ára, fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn barni, fyr­ir kaup á vændi og fyr­ir að hafa í vörsl­um sín­um mynd­efni sem sýndi börn nak­in og á kyn­ferðis­leg­an máta.

Theo­dór. sem er þrítug­ur, var jafn­framt dæmd­ur til að greiða tveim­ur ung­lings­stúlk­um sam­tals sex millj­ón­ir kr. í miska­bæt­ur.

Í dómnum sagði m.a. að alvarlegustu brotin hefðu beinst að ólögráða stúlkubörnum á viðkvæmum aldri og brotin hefðu verið til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar á sálarlíf stúlknanna, eins og ráða mætti af framburði þeirra sjálfra fyrir dómi og vottorðum sálfræðinga sem lögð hafa verið fram í málinu.

mbl.is