Karlmaður sem hékk utan á handriði þingpallanna á Alþingi í gær og virtist hóta því að hoppa niður verður væntanlega látinn laus úr haldi lögreglunnar í dag.
Karlmaður sem hékk utan á handriði þingpallanna á Alþingi í gær og virtist hóta því að hoppa niður verður væntanlega látinn laus úr haldi lögreglunnar í dag.
Karlmaður sem hékk utan á handriði þingpallanna á Alþingi í gær og virtist hóta því að hoppa niður verður væntanlega látinn laus úr haldi lögreglunnar í dag.
Þetta segir Unnar Már Ástþórsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is en maðurinn var handtekinn eftir uppákomu á Alþingi i gær þar sem hælisleitendur gerðu aðsúg, hróp og köll af þingpöllum um það leyti sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra steig í pontu til að kynna nýtt útlendingafrumvarp.
„Maðurinn er enn í haldi hjá okkur og losnar væntanlega í dag þegar yfirheyrslum yfir honum líkur. Við fórum með hann í úrræði í gær hjá þessum stofnunum sem snúa að okkur til að láta kanna hvort hann ætti við einhver veikindi að stríða og hann var síðan færður aftur í varðhald. Ég á ekki von á því að hann verði fluttur á einhverja stofnun,“ segir Unnar en um erlendan aðila er að ræða.
Spurður hvort einhverjir aðilar hafi verið með honum segir Unnar:
„Það kemur ekki fram í okkar gögnum. Það er bara þessi eini maður sem við erum með í yfirheyrslum en rannsókn á málinu er enn í gangi,“ segir Unnar en eitt af því sem er verið að rannsaka hvort einhverjir Íslendingar hafi verið í vitorði með honum.