Það getur verið dýrt að ferðast, en þó oft sé horft á flug og gisting sem stærsta partinn af verðmiðanum getur uppihald einnig verið dýrt eins og matur, drykkir og samgöngur. Það virðist þó allur gangur vera á því og miklu getur munað á verði milli landa og heimsálfa.
Það getur verið dýrt að ferðast, en þó oft sé horft á flug og gisting sem stærsta partinn af verðmiðanum getur uppihald einnig verið dýrt eins og matur, drykkir og samgöngur. Það virðist þó allur gangur vera á því og miklu getur munað á verði milli landa og heimsálfa.
Það getur verið dýrt að ferðast, en þó oft sé horft á flug og gisting sem stærsta partinn af verðmiðanum getur uppihald einnig verið dýrt eins og matur, drykkir og samgöngur. Það virðist þó allur gangur vera á því og miklu getur munað á verði milli landa og heimsálfa.
Í ársbyrjun fóru þau Ólafur Tryggvi Egilsson og Katrín Guðmundsdóttir í ferðalag til Taílands ásamt syni sínum, en þau ákváðu að taka saman hvað þau eyddu miklu á einum degi og deildu því með fylgjendum sínum á TikTok. Samtals eyddu þau 8.280 krónum þann dag í mat, drykki og leigubíl.
Morgunmaturinn kostaði þau 890 krónur og innihélt vatn (40 krónur), brauð (100 krónur), mangó (80 krónur), melónu (180 krónur), avókadó (240 krónur), jógúrt (90 krónur) og smjör og ost (190 krónur).
Í hádeginu fengu þau sér Pad Thai og sódavatn, en skammturinn af Pad Thai kostaði 240 krónur og sódavatnsflaskan var á 40 krónur, en samtals borguðu þau 560 krónur.
Þau fóru svo á kaffihús og fengu sér bæði kaffi sem hvort kostaði 180 krónur og borguðu því samtals 360 krónur.
Um kvöldið fóru þau á matarmarkað og fengu sér kvöldmat, þar á meðal vorrúllur (160 krónur), bakaða kartöflu (240 krónur), tvo bjóra (240 krónur), kebab (400 krónur), djúpsteikta kartöflu (200 krónur).
Þau tóku svo leigubíl bæði á markaðinn og til baka, en samtals borguðu þau 1.400 krónur fyrir ferðirnar. á leiðinn heim fóru þau svo í búðina og keyptu eitt og annað til að eiga í ísskápnum og bleyjur, en samtals kostaði það þau 3.800 krónur.