Engar aukaverkanir eftir 217 bólusetningar

Kórónuveiran Covid-19 | 6. mars 2024

Engar aukaverkanir eftir 217 bólusetningar

Þýskur karlmaður sem lét bólusetja sig gegn Covid-19 217 sinnum fékk engar aukaverkanir af sprautunum.

Engar aukaverkanir eftir 217 bólusetningar

Kórónuveiran Covid-19 | 6. mars 2024

Bólusetning við kórónuveirunni.
Bólusetning við kórónuveirunni. AFP/Scott Olson

Þýskur karlmaður sem lét bólusetja sig gegn Covid-19 217 sinnum fékk engar aukaverkanir af sprautunum.

Þýskur karlmaður sem lét bólusetja sig gegn Covid-19 217 sinnum fékk engar aukaverkanir af sprautunum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem var gerð á manninum, sem er mögulega sá sem oftast hefur verið bólusettur í sögunni.

Ónæmiskerfi mannsins, sem er 62 ára frá þýsku borginni Magdeburg, er enn í toppstandi, að því er vísindamenn greindu frá í tímaritinu The Lancet.

Fram kemur að maðurinn hafi óskað sjálfur eftir svona mörgum bólusetningum, gegn ráðleggingum lækna, og að rétt sé að vara við því að draga of miklar ályktanir af þessu eina tilfelli.

Maður á leið í bólusetningu.
Maður á leið í bólusetningu. AFP

Maðurinn vakti athygli vísindamannanna, sem eru þýskir, eftir að frétt birtist árið 2022 um að maðurinn hefði verið bólusettur 90 sinnum.

Fjölmiðlar sögðu manninn grunaðan um að hafa farið svona oft í bólusetningu til að safna bólusetningarskírteinum sem hann gæti síðan falsað og selt fólki sem vildi ekki láta bólusetja sig.

Saksóknari í Magdeburg rannsakaði málið en það var síðar látið niður falla. Að sögn saksóknarans hafði maðurinn þá verið bólusettur 130 sinnum á níu mánuðum.

Núna kveðst maðurinn hafa verið bólusettur 217 sinnum með átta mismunandi Covid-bóluefnum á 29 mánuðum.

mbl.is