Reykjavíkurborg hefur kynnt nýtt tól til leiks er kallast Leikskólareiknirinn. Reiknivélin sýnir foreldrum áætlaða spá um stöðu barns á biðlista eftir leikskólaplássi.
Reykjavíkurborg hefur kynnt nýtt tól til leiks er kallast Leikskólareiknirinn. Reiknivélin sýnir foreldrum áætlaða spá um stöðu barns á biðlista eftir leikskólaplássi.
Reykjavíkurborg hefur kynnt nýtt tól til leiks er kallast Leikskólareiknirinn. Reiknivélin sýnir foreldrum áætlaða spá um stöðu barns á biðlista eftir leikskólaplássi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Reiknivélin byggir á lifandi gögnum borgarinnar og sýnir stöðu hvers og eins leikskóla og eru tölurnar því uppfærðar daglega. Til að kanna áætlaða stöðu barns á biðlista þurfa foreldrar einungis að slá inn fæðingardag barnsins og velja hverfi þar sem sótt er um pláss.
Niðurstaðan er byggir á fæðingardegi barnsins, umsóknum sem þegar hafa borist, fjölda barna sem útskrifast úr leikskóla og innritast í grunnskóla ásamt fleiri breytum.
Er þá tekið sérstaklega fram að niðurstöður úr reikninum geti ekki gefið loforð um pláss og gildi ekki sem umsókn, en sótt er um leikskólapláss í gegn um umsóknargátt borgarinnar Völu.
Segir í tilkynningu borgarinnar að markmið Leikskólareiknisins sé að auka að auka gagnsæi í upplýsingamiðlun og sýna stöðuna eins og hún er hverju sinni. Einnig einfaldi tólið upplýsingagjöf til foreldra sem áður þurftu jafnvel að hringja mörg símtöl til að spyrja um stöðu barns á biðlista.