Van Ness ekki allur þar sem hann er séður

Poppkúltúr | 6. mars 2024

Van Ness ekki allur þar sem hann er séður

Sjónvarpsstjarnan Jonathan Van Ness, uppáhald margra aðdáenda Queer Eye, er sagður ráða lítt við skap sitt og bregðast mjög harkalega við minnsta mótlæti á tökusetti sjónvarpsþáttanna. Queer Eye hafa verið sýndir við miklar vinsældir frá árinu 2018. 

Van Ness ekki allur þar sem hann er séður

Poppkúltúr | 6. mars 2024

Jonathan Van Ness hefur slæmt orð á sér.
Jonathan Van Ness hefur slæmt orð á sér. AFP

Sjónvarpsstjarnan Jonathan Van Ness, uppáhald margra aðdáenda Queer Eye, er sagður ráða lítt við skap sitt og bregðast mjög harkalega við minnsta mótlæti á tökusetti sjónvarpsþáttanna. Queer Eye hafa verið sýndir við miklar vinsældir frá árinu 2018. 

Sjónvarpsstjarnan Jonathan Van Ness, uppáhald margra aðdáenda Queer Eye, er sagður ráða lítt við skap sitt og bregðast mjög harkalega við minnsta mótlæti á tökusetti sjónvarpsþáttanna. Queer Eye hafa verið sýndir við miklar vinsældir frá árinu 2018. 

Samskiptamál, einelti og áreitni á bak við tjöldin hafa verið stórt vandamál í þó nokkurn tíma og er Van Ness sagður spila stærstan þátt í því. Cheyenne Roundtree, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, afhjúpaði sannleikann í grein sem birtist í gærdag. 

Eitraður vinskapur og falskur heimur

Andað hefur köldu á milli Van Ness og fyrrverandi Queer Eye-stjörnunnar Bobby Berk, en sá sagði sig frá þáttunum í nóvember á síðasta ári. Fréttirnar komu aðdáendum þáttanna verulega á óvart. 

Van Ness, 36 ára, er víst ekki jafn viðkunnanlegur, jákvæður og góður eins og sá sem birt­ist áhorf­end­um á sjón­varps­skján­um. Rolling Stone hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Van Ness eigi við margs konar hegðunarvandamál að stríða og sé sagður vera „skrímsli í mannsmynd“ og „algjör martröð.“ 

Annar heimildarmaður sagði lífið á tökusetti eins og eina stóra lygasögu. „Þeir eru ekki vinir, enginn þeirra. Þetta er falskt og allt samkvæmt bókinni.“

Nýlega var tilkynnt að Jeremiah Brent muni leysa Berk af hólmi í nýrri þáttaröð Queer Eye. Ásamt Van Ness munu Karamo Brown, Antoni Borowski og Íslandsvinurinn Tan France allir snúa aftur. 

mbl.is